Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   fim 19. september 2024 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég get alveg sætt mig við það ef hann fer eftir tímabil"
Darwin Nunez fagnar marki með Liverpool.
Darwin Nunez fagnar marki með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Nunez fagnar marki með Liverpool.
Nunez fagnar marki með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Darwin Nunez hefur átt frekar erfitt uppdráttar í byrjun tímabilsins með Liverpool. Hann hefur ekki enn byrjað leik og hefur aðeins spilað rúman klukkutíma yfir fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Nunez var keyptur fyrir allt að 100 milljónir evra til Liverpool frá Benfica sumarið 2022. Hann hefur gert 20 mörk yfir fyrstu tvö tímabil sín í ensku úrvalsdeildinni.

Stuðningsmenn Liverpool eru margir hverjir ekki sannfærðir um hann og það virðist Arne Slot, nýr stjóri liðsins, ekki vera heldur.

„Maður hefur stundum kallað eftir því að fá einn stóran senter til að eiga á bekknum. Miðað við allar fyrirgjafirnar og sendingarnar sem koma inn í teig, þá væri fínt að eiga einn eins og (Nicklas) Fullkrug í boxinu til að stanga allt inn," sagði Ágúst Unnar Kristinsson, leikmaður ÍR og stuðningsmaður Liverpool, í síðasta þætti af Enski boltinn hlaðvarpinu.

„Ég sé Darwin Nunez ekki þar. Við sóttum hann í þeim tilgangi, að vera þessi stóri striker. Okkur vantar þennan gaur sem getur skorað með skalla, týpíska níu," sagði Óliver Elís Hlynsson í þættinum.

Nunez hefur ekki alveg staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans. Er hann ekki nógu góður fyrir Liverpool?

„Maður er farinn að hallast að því. Eins mikill Nunez maður og ég er. Ég held mjög mikið með honum en þegar hann hefur verið að koma inn á, þá hefur ekkert gerst. Hann er ekki góður að halda boltanum, er ragur að taka menn á og er ekki nálægt teignum. Hann er líka alltaf rangstæður. Stuðullinn er alltaf 0,01 að hann sé rangstæður þrisvar eða oftar í leik. Vonandi er hægt að trekkja hann eitthvað í gang," sagði Ágúst.

„Þetta er annað hvort eða týpa. Annað hvort færðu Nunez 100 prósent eða ekkert. Hann er 'on' eða 'off'. Ég get alveg sætt mig við það ef hann fer eftir tímabil," sagði Óliver.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Að harka út sigur og getur Liverpool barist um titilinn?
Athugasemdir
banner
banner
banner