Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 20. september 2024 09:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander-Arnold reynir að kaupa franskt úrvalsdeildarfélag
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool og enska landsliðsins, er óvænt í viðræðum um kaup á franska fótboltafélaginu Nantes.

Þetta vekur athygli þar sem Alexander-Arnold er aðeins 25 ára og er enn í fullu fjöri að spila fótbolta á hæsta stigi.

Franski íþróttafjölmiðillinn L'Equipe segir frá því að Alexander-Arnold og faðir hans hafi saman lagt fram tilboð í Nantes upp á 100 milljónir evra.

Alexander-Arnold er með augun á Frakklandi en hann er líka sagður hafa hugsað um að kaupa AS Saint-Etienne og Le Havre.

Bakvörðurinn knái er að hasla sér völl sem fjárfestir en hann á nú þegar hlut í kappakstursliðinu Alpine.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner