Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   mið 18. september 2024 21:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski deildabikarinn: Johnson hetja Tottenham eftir erfiða daga
Mynd: EPA

Tottenham er komið áfram í enska deildabikarnum eftir dramatískan sigur á Coventry í kvöld.


Coventry, sem er með fimm stig eftir fimm umferðir í Championship deildinni, komst yfir eftir klukkutíma leik.

Bakvörðurinn Djed Spence jafnaði metin þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.

Brennan Johnson, leikmaður Tottenham, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum liðsins eftir tap gegn Arsenal um síðustu helgi. Hann kom inn á sem varamaður snemma leiks og reyndist hetjan.

Hann fékk sendingu innfyrir vörn Coventry í uppbótatíma og skoraði og tryggði liðinu sigurinn.

Þá er Brighton einnig komið áfram eftir sigur á Wolves.

Brighton 3 - 2 Wolves
1-0 Carlos Baleba ('14 )
2-0 Simon Adingra ('31 )
2-1 Goncalo Guedes ('44 )
3-1 Ferdi Kadioglu ('85 )
3-2 Tommy Doyle ('90 )

Coventry 1 - 2 Tottenham
1-0 Brandon Thomas-Asante ('63 )
1-1 Djed Spence ('88 )
1-2 Brennan Johnson ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner