Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
   fim 19. september 2024 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Freyr framlengir í Úlfarsárdal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Freyr sigurðsson hefur framlengt samning sinn við Fram. Hann skrifar undir nýjan samning sem gildir út tímabilið 2027.


Freyr er fæddur árið 2005 en hann gekk til liðs við félagið frá Sindra í vetur. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn þegar hann skoraði eina mark leiksins í sigri gegn KR á Meistaravöllum í apríl. Hann hefur leikið 16 leiki í sumar.

„Ég var mjög stressaður til að byrja með en svo bara gerði ég mína hluti og hélt áfram. Það var geggjað að skora, ég var byrjaður að fagna áður en ég skaut í boltann, sá að það var galopið mark. Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn," sagði Freyr í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn gegn KR.

Fram fær Fylki í heimsókn í fyrsta leiknum sínum í neðri hlutanum á sunnudaginn.


Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
2.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
3.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
4.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
5.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
6.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner