Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 20. september 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásgeir Frank spáir í 1. umferð eftir skiptingu
Sá sænski á toppi ferilsins árið 2014.
Sá sænski á toppi ferilsins árið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor mun ekki klúðra öðru dauðafæri á Kópavogsvelli.
Viktor mun ekki klúðra öðru dauðafæri á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frankarinn hrósar Tarik.
Frankarinn hrósar Tarik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Jónas á skotskónum gegn uppeldisfélaginu?
Gunnar Jónas á skotskónum gegn uppeldisfélaginu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á næstu dögum hefst efri og neðri hluti Bestu deildarinnar en búið er að skipta deildinni upp í efri sex og neðri sex. Í efri hlutanum er barist um Íslandsmeistaratitilinn og Evrópusæti, en í neðri hlutanum er barist um að bjarga sér frá falli.

Ásgeir Frank Ásgeirsson, þjálfari Hvíta riddarans og leikmaður Aftureldingar, er spámaður umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Gary Martin sem var með fjóra leiki rétta þegar hann spáði í leiki síðustu umferðar.

Efri hlutinn
Breiðablik 2 - 2 ÍA (mánudag, 19:15)
Blikar eru búnir að vera heitir og virðast vera búnir að finna algjöran takt, en þeir voru heppnir í fyrri leiknum á Kópavogsvelli að Viktor Jóns klúðraði dauðafæri á afmælisdaginn sinn og það getur ekki gerst tvisvar í röð. Viktor mun skora bæði mörk Skagamanna og það síðara í uppbótartíma til að jafna leikinn. Viktor Karl og Aron Bjarna skora mörk Blika.

Valur 2 - 3 Stjarnan (mánudag 19:15)
Valsmenn með alvöru leik gegn KR í síðustu umferð en ég held að þeir mæti ekki jafn sannfærandi í þennan leik, þeir hafa innst inni ekki neinn brennandi áhuga á þessari play offs keppni sem er að fara af stað. Þeir munu opna Evrópubaráttuna upp á gátt með þessu tapi á heimavelli. Ég elska spennu og ég veit að allir elska spennu þannig Stjarnan vinnur 2-3. Emil Atla skorar tvennu og Guðmundur Baldvin eitt. Gylfi og Lúkas Logi skora fyrir Valsmenn.

Víkingur 4 - 1 FH (miðvikudag, 19:15)
Það verður enginn bikarþynnka, bara bikarvíma. Víkingsliðið er með svakalegt sjálfstraust núna og eftir sigur á KA í bikarnum verða menn fljótir að kveikja aftur á sér fyrir þennan leik. Djuric skoraði frábært mark gegn Fylki á dögunum og ég býst ekki við neinu öðru en að hann setji hann í þessum leik, við þurfum á öllum hans kröftum fyrir loka leikina. Credit á Tariq sem þurfti ekki meira en 3-4 leiki að aðlagast, hefur verið frábær í síðustu leikjum. Gísli Gotti, Aron Elís, Djuric og Ari skora mörkin og mér er alveg sama hver skorar fyrir FH, þeir verða bara heppnir að ná að lauma inn einu.

Neðri hlutinn
KR 1 - 1 Vestri (sunnudag, 14:00)
Þessi leiktími, 14:00 á grasi, er leiktími Vestra manna. Þeir þekkja þessa rútínu það vel að þeir ná alltaf í punkt í Wkjólinu. Þeir munu koma til baka eins og þeir gerðu fyrr í sumar á sama velli. Benoný Breki kemur KR yfir en heitasti maður Vestfirðinga þessa stundina, Gunnar Jónas, jafnar leikinn gegn sínu uppeldisfélagi . Davíð virðir þennan punkt og byggir svo ofan á þetta á heimavelli.

Fram 1 - 2 Fylkir (sunnudag, 19:15)
Ég er seldur eftir þessa RB skýrslu frá Ragnari Braga í Gula spjaldinu um hvernig ætti að vinna í sjálfum sér eftir svona skelli eins og þeir fengu í síðustu umferð gegn Víkingum. Þeir mæta allir klárir í þennan leik og taka þrjú risa stór stig. Alex Freyr fer á punktinn eftir að Raggi brýtur á honum klaufalega og Alex skorar sjálfur úr spyrnunni. Emil Ásmunds og Orri Segatta skora mörk Fylkis.

KA 1 - 1 HK (miðvikudag, 16:15)
Það verður bikarþynnka og KA menn mæta súrir eftir tap gegn Víking í úrslitaleiknum í þennan leik. VÖK kemur KA yfir og það myndast smá stemning en jöfnunarmarkið kemur seint frá HK mönnum. Leifur Andri fer í fyrsta sinn á ævinni inn í horni og jafnar. Það verður ekki með skalla en það verður darraðadans og hann potar honum inn. Fast leikatriði sem Raggi Sig og Þjóði kokka saman.

Fyrri spámenn:
Helga Birkis (5 réttir)
Finnur Freyr (5 réttir)
Gary Martin (4 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Jóhann Páll (3 réttir
Birkir Karl (3 réttir)
Aron Jó (3 réttir)
Ásta Eir (3 réttir)
Binni Willums (3 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Róbert Elís (2 réttir)
Júlíus Mar (2 réttir)
Jóhannes Berg (2 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Logi Tómasson (2 réttir)
Oliver Heiðarsson (2 réttir)
Máni Austmann (1 réttur)
Ísak Andri (1 réttur)
Gummi Ben (1 réttur)
Innkastið - Rembingur og klaufabárðar
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner
banner