Víkingar eru enn í leit að sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deildinni en þeir gerðu jafntefli gegn Grindavík suður með sjó í dag. Halldór Smári Sigurðsson var fyrirliði í fjarveru Sölva Ottesens og fékk Fótbolti.net hann í smá spjall eftir leik.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 0 Víkingur R.
„Ég held að það sé það jákvæðasta við þetta að koma út úr leiknum með markið hreint og ég held að það gefi okkur mikið. Við höfum verið að fá okkur of mikið af mörkum undanfarið og fyrst sigurinn kom ekki er gott að byggja á þessu.“
Félagi Halldórs í vörninni Gunnlaugur Fannar Guðmundsson fékk að líta rautt spjald í dag þegar hann fékk sitt seinna gula fyrir brot. Hvernig horfði það við Halldóri?
„Ég held að hann hafi bara bjargað stigi fyrir okkur í dag hann var sloppinn í gegn það var fáránlegt innkast frá miðjumanni okkar og þeir sloppnir inn og Gulli bara brýtur á honum og það var bara rétt ákvörðun hjá honum.“
Sagði Halldór Smári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir























