Selfoss hafði betur gegn Stjörnunni í seinni leik 4. umferðar í Pepsi-Max deild kvenna nú í kvöld. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hafði þetta að segja eftir leik:
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 4 Selfoss
"Selfoss kæfði okkur bara strax í upphafi leiksins, pressuðu okkur uppi, við náðum ekki að spila út og þegar við spörkuðum boltanum út náðum við ekki að vinna návígin. Selfoss tóku bara þennan leik strax í byrjun."
"Í aðdragandanum á vítínu eru þær búnar að ná að kæfa allt uppspil hjá okkur og vinna návígín og ná að halda boltanum og við vorum bara í eltingarleik. Svo kemur mark númer eitt sem er slys og það sama má segja um mark tvö. Og þessu náðum við okkur ekki upp úr."
"Við skoruðum mark og sú sókn er vel spiluð og gaman að Snædís sé komin á blað. Það er jákvætt. Annars er jákvætt að við getum séð fullt að göllum til að vinna í" sagði Kristján um hvað væri hægt að taka jákvætt út úr leiknum.
Nánar er rætt við Kristján í spilaranum hér að ofan, þar á meðal um áhrif Covid-19 á leikmannahóp Stjörnunnar.
Athugasemdir