Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. júlí 2022 23:04
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Taplausir á toppnum
Einherji er á toppnum í E-riðlinum
Einherji er á toppnum í E-riðlinum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Einherji er eina liðið í E-riðli 4. deildar karla sem hefur ekki tapað leik á þessu tímabili en liðið vann Spyrni, 2-1, á Vopnafirði í kvöld.

Vopnfirðingar voru þarna að finna sinn sjöunda leik í E-riðlinum í sumar og eru núna með 22 stig eftir átta leiki. Stefan Penchev Balev sá til þess að heimamenn færu með sigur af hólmi í kvöld.

Hamrarnir ætla ekki að missa af Einherja en liðið vann Boltafélag Norðfjarðar, 3-2. Boltafélagið komst tvisvar yfir í leiknum en Erlendur Guðnason jafnaði fyrir gestina á 81. mínútu áður en Dagbjartur Búi Davíðsson gerði sigurmarkið undir lok leiks.

Hamrarnir eru í 2. sæti með 19 stig en Spyrnir kemur svo í 3. sæti með 13 stig. Boltafélag Norðfjarðar er í 4. sætinu með 5 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Einherji 2 - 1 Spyrnir
1-0 Alejandro Barce Lechuga ('19 )
1-1 Jakob Jóel Þórarinsson ('30 )
2-1 Stefan Penchev Balev ('77 )

Boltaf. Norðfj. 2 - 3 Hamrarnir
1-0 Viktor Ívan Vilbergsson ('1 )
1-1 Garðar Gísli Þórisson ('14 )
2-1 Alex Máni Gærdbo Garðarsson ('73 , Sjálfsmark)
2-2 Erlendur Guðnason ('81 )
2-3 Dagbjartur Búi Davíðsson ('90 )
4. deild karla - E-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner