sun 01. ágúst 2021 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnór Ingvi kom að marki í sigri - Róbert Orri á bekknum
Arnór Ingvi er að standa sig vel í USA
Arnór Ingvi er að standa sig vel í USA
Mynd: Getty Images
New England Revolution, lið Arnórs Ingva Traustasonar er á miklu skriði í MLS deildinni.

Liðið vann dramatískan 3-2 sigur á New York Red Bulls í nótt. New England lenti undir strax á 8. mínútu. Það var ekki fyrr en á 60. mínútu sem jöfnunarmarkið kom, Arnór Ingvi átti þá sendingu á DeJuan Jones sem sendi síðan á Gustavo Bou sem skoraði.

Stuttu síðar komst New York aftur yfir en New England jafnaði á 84. mínútu og það var komið framyfir venjulegan leiktíma þegar sigurmarkið kom. Arnór Ingvi lék 75. mínútur.

Róbert Orri Þorkelsson var í fyrsta sinn í hóp hjá Montreal eftir skiptin frá Breiðablik. Hann sat allan tíman á varamannabekk liðsins í 2-1 tapi gegn Inter Miami, Gonzalo Higuain skoraði bæði mörk Inter.

Bæði lið leika í Austurdeildinni en New England er á toppnum með 36 stig eftir 17 leiki. Montreal er í 7. sæti með 22 stig eftir 16 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner