Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 01. ágúst 2021 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane tjáir Tottenham að hann vilji fara - Haaland til United?
Powerade
Er Kane loksins á leið til City?
Er Kane loksins á leið til City?
Mynd: Getty Images
Lautaro Martinez er eftirsóttur
Lautaro Martinez er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Grealish færist nær City
Grealish færist nær City
Mynd: EPA
Verða þessir liðsfélagar á ný?
Verða þessir liðsfélagar á ný?
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins í boði bbc


Harry Kane mun tilkynna Tottenham í næstu viku að hann vilji fara til Manchester City. (Telegraph)

Arsenal íhugar að bjóða Hector Bellerin í skiptum fyrir Lautaro Martinez framherja Inter Milan. Tottenham hefur líka áhuga á Martinez ef Kane fer. (Athletic)

Aston Villa er tilbúið að samþykkja 100 milljón punda tilboð Manchester City í enska miðjumanninn Jack Grealish. (Sky Sports)

Aston Villa mun snúa sér að Todd Cantwell 23 ára miðjumanni Norwich ef Grealish fer. (Express)

Það er búist við því að Villa geri annað tilboð í James Ward-Prowse miðjumann Southampton eftir að 25 milljón punda tilboð í hann var neitað í síðustu viku. (Mail)

Manchester United vonast til að fá Erling Haaland framherja Dortmund næsta sumar og trúa því að samband hans og landa hans Ole Gunnar Solskjær, þjálfara United hafi mikil áhrif á það. (Star)

Chelsea er í samkeppni við Atalanta, Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund um undirskrift unga miðjumannsins Lucas Gourna-Douath frá Saint-Etienne. Hann verður 18 ára í næstu viku. (RMC Sport)

Menn á vegum Atletico Madrid og miðjumannsins Saul Niguez fara til Englands á mánudaginn til að klára skipti leikmannsins í ensku úrvalsdeildina, Man Utd og Liverpool eru í bílstjórasætinu í baráttunni um þennan 26 ára gamla leikmann. (Mirror)

John Stones, 27, er við það að skrifa undir nýjan samning við Man City en það gengur ekki eins vel að semja við Raheem Sterling. (Mirror)

Brighton hefur spurst fyrir um Darwin Nunez framherja Benfica, portúgalska félagið setur 35 milljón punda verðmiða á úrugvæska landsliðsmanninn. (Mail)

Fenerbache íhugar að gera tilboð í portúgalska bakvörðinn Cedric Soares hjá Arsenal. (Fotomac)

Juventus er ekki tilbúið að borga 34 milljónir punda sem Sassuolo vill fyrir Manuel Locatelli. Liverpool og Arsenal hafa hinsvegar áhuga. (Sky Sports Italia)

Everton og Arsenal eru að skoða bandaríska framherjann Matthew Hoppe hjá Schalke, hann er með landsliðinu á Gold Cup þessa dagana. (Grant Wahl hjá Sun)

Fulham eru í viðræðum við Flamengo um kaup á tvítuga Brasilíumanninum Rodrigo Muniz fyrir 6.8 milljónir punda. (Mail)

Argentíski framherjinn Mauro Icardi, 28, segist ekki vera snúa aftur í Serie A og ætlar að vera áfram hjá PSG. (Goal)
Athugasemdir
banner