Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 01. ágúst 2022 22:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Jón Þór: Aldrei ánægðir eftir tapleik en það er niðurstaðan
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Skagamenn heimsóttu topplið Breiðabliks þegar 15.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni nú í kvöld.

Skagamenn sátu á botni deildarinnar með 8 stig en Breiðablik sátu á toppi deildarinnar með 35 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

„Við erum auðvitað aldrei ánægðir eftir tapleik en það er niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við hana og taka þá hluti sem við erum ánægðir með út úr þessu og í næsta verkefni og í undirbúning fyrir næsta verkefni og sá undirbúningur hefst strax á morgun." Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir leikinn í kvöld.

„Það var liðsbragur, það var liðsheild og menn voru virkilega að vinna fyrir hvorn annan og bakka hvort annan upp og það eru hlutir sem við höfum rætt mikið um svona á milli leikja og vildum bæta. Það eru ákveðnir þættir sem við vildum og viljum bæta hjá okkur og mér fannst við gera það heilt yfir mjög vel í þessum leik og gerðum vel."

„Mér fannst við fá mjög gott færi í fyrri hálfleiknum til að komast yfir líka og svo auðvitað náum við því í seinni hálfleik, frábæru upphlaupi í frábærri sókn og skorum frábært mark sem við hefðum auðvitað viljð halda aðeins lengur í og gefa okkur aðeins meiri orku en Blikarnir eru með frábært lið og spiluðu mjög vel í dag."

Nánar er rætt við Jón Þór Hauksson þjálfara ÍA í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner