Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 01. ágúst 2022 22:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Jón Þór: Aldrei ánægðir eftir tapleik en það er niðurstaðan
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Skagamenn heimsóttu topplið Breiðabliks þegar 15.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni nú í kvöld.

Skagamenn sátu á botni deildarinnar með 8 stig en Breiðablik sátu á toppi deildarinnar með 35 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

„Við erum auðvitað aldrei ánægðir eftir tapleik en það er niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við hana og taka þá hluti sem við erum ánægðir með út úr þessu og í næsta verkefni og í undirbúning fyrir næsta verkefni og sá undirbúningur hefst strax á morgun." Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir leikinn í kvöld.

„Það var liðsbragur, það var liðsheild og menn voru virkilega að vinna fyrir hvorn annan og bakka hvort annan upp og það eru hlutir sem við höfum rætt mikið um svona á milli leikja og vildum bæta. Það eru ákveðnir þættir sem við vildum og viljum bæta hjá okkur og mér fannst við gera það heilt yfir mjög vel í þessum leik og gerðum vel."

„Mér fannst við fá mjög gott færi í fyrri hálfleiknum til að komast yfir líka og svo auðvitað náum við því í seinni hálfleik, frábæru upphlaupi í frábærri sókn og skorum frábært mark sem við hefðum auðvitað viljð halda aðeins lengur í og gefa okkur aðeins meiri orku en Blikarnir eru með frábært lið og spiluðu mjög vel í dag."

Nánar er rætt við Jón Þór Hauksson þjálfara ÍA í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner