banner
   mið 01. september 2021 07:30
Victor Pálsson
Fótboltinn of auðveldur fyrir Van Dijk?
Mynd: Getty Images
Fótboltinn er of auðveldur fyrir Virgil van Dijk, varnarmann Liverpool, að sögn fyrrum varnarmanns liðsins, Mark Lawrenson.

Van Dijk er einn allra besti varnarmaður heims en hann hefur byrjað tímabilið nokkuð vel eftir erfið meiðsli á síðustu leiktíð.

Lawrenson líkir Hollendingnum við Alan Hansen sem gerði garðinn frægan í hjarta varnarinnar á Anfield.

„Leikurinn er of auðveldur fyrir hann. Þetta var eins og þegar Alan Hansen spilaði, of auðvelt," sagði Lawrenson.

„Hann varð aldrei skítugur og maður hugsaði bara hvað væri að. Þú kemur af velli alblóðugur og hann gekk útaf, gaf liðsstjóranum treyjuna og sagði að hann þyrfti ekki að þrífa í þessari viku."

„Allir tala um Van Dijk og Hansen er sá eini sem ég get líkt honum við."

Athugasemdir
banner
banner