Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. september 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keflavík á að hafa neitað tilboði í Davíð Snæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson, miðjumaður Keflavíkur, er undir smásjá ítalska félagsins Lecce en það kom fram í bæði Innkastinu og Dr. Football á mánudag. Það sem kom fram í hlaðvarpsþáttunum var að Keflavík hefði neitað tilboði í Davíð.

Ummæli Eysteins Húna Haukssonar, þjálfara Keflavíkur, vöktu athygli eftir leikinn gegn FH í síðustu viku og eru þau talin beinast til Davíðs.

„Það er ekki nóg með að leikmenn séu að spila út úr stöðu, það eru líka leikmenn sem eru að spila þennan leik undir mjög erfiðum kringumstæðum sem við förum kannski ekki nánar út í hér - þeir taka það til sín sem eiga það."

„Þeir klára þennan leik með stæl og ná að fókusa á hann með þótt það sé ýmislegt sem gæti tekið frá manni fókusinn og þeir eiga hrós skilið fyrir það. Þeir taka það til sín sem eiga það,"
sagði Eysteinn í viðtalinu við Fótbolta.net.

„Það er búið að ræða svolítið um Davíð Snæ Jóhannsson, hann er á óskalista FH-inga og örugglega fleiri félaga. Það er búið að gusta aðeins í kringum hann og ég heyrði að Lecce á Ítalíu vildi fá hann og bauð í hann," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Því tilboði var víst hafnað og það er ekki mikil ánægja í kringum Davíð með það heyrði ég," sagði Elvar.

Davíð er nítján ára gamall og er samningsbundinn út næsta tímabil.
Innkastið - Kraumar í Laugardal, Fylkiskrísa og Blikar óstöðvandi
Athugasemdir
banner
banner
banner