Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 01. september 2022 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
Hætti við Leeds og féll svo á læknisskoðun hjá Nice
Mynd: EPA

Ein ótrúlegasta sagan á lokadegi félagsskiptagluggans er eflaust saga Bamba Dieng sem ætlaði fyrst til Leeds en hætti svo við til að skrifa undir hjá Nice.


Dieng var á flugvellinum í Marseille að bíða eftir vél til Leeds þegar í ljós kom að Nice hafi jafnað kauptilboðið í hann, tíu milljónir evra, og Marseille samþykkt það.

Dieng gat þá valið á milli ferðalags til Nice eða flugs til Englands og ákvað að hætta við flugið. Hann hélt þess í stað til Nice, sem er talsvert nær Marseille heldur en Leeds, og fór í læknisskoðun.

Núna er það komið í ljós að Dieng mun ekki ganga í raðir Nice því hann féll á læknisskoðun.

Dieng er 22 ára framherji sem skoraði 7 mörk í 30 deildarleikjum með Marseille á síðustu leiktíð og varð Afríkumeistari með Senegal í vetur.

Sjá einnig:
Nice reynir að stela Dieng frá Leeds


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner