Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 01. september 2024 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Tufa: Á ekkert að gerast með svona reynslumikið lið
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn heimsóttu Víkinga á heimavöll hamingjunnar í kvöld þegar stórleikur 21. umferðar fór fram. 

Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og leit þetta virkilega vel út fyrir gestina í hálfleik en heimamenn höfðu önnur áform og snéru leiknum við í síðari hálfleik með mögnuðum endurkomu sigri.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Valur

„Erfitt að velja hvaða orð væri best að nota núna um hvernig mér líður. Leikur sem við erum bara með sigurinn í hendinni. Erum 2-0 yfir og einum fleiri og 'total control'. Að missa það í tap er bara mikið mix af neikvæðum tilfiningum akkurat núna." Sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld.

Valur voru tveimur mörkum yfir og manni fleiri í síðari hálfleik og því gríðarlega súrt að missa það niður.

„Ekkert kannski í síðari hálfleik. Mér finnst við koma vel inn í seinni hálfleik. Erum að halda góðri stjórn og laga svona hluti sem við kannski misstum aðeins úr hendi í lok fyrri hálfleiks. Erum bara að komast í góða stöðu til að bæta þriðja markinu en eftir rauða spjaldið þá kemur bara mark í kjölfarið úr aukaspyrnunni af rauða spjaldinu sem kemur upp og það setur okkur í mikið panic sem á ekkert að gerast með svona reynslumikið lið eins og við erum og svona mikla karaktera og við erum og hleypum leiknum upp í óþarfa 'Hawaii' fótbolta sem Víkingar nýta betur og eru fljótir að bæta öðru og þriðja marki." 

Nánar er rætt við Srdjan Tufegdzic í spilaranum fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner