„Þetta voru tvö lið sem voru að keppa upp á stoltið og við sýndum hér í dag að það er ennþá stolt í okkar liði þrátt fyrir allt sem hefur gengið á,'' segir Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR, eftir 3-2 sigur á heimavelli í lokaumferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: KR 3 - 2 Þór/KA
„Undafarnar vikur hafa kennt manni það að liðsheildin í þessu liði er ótrúleg. Það er búið að ganga eins og allir ættu að vita ótrúlega mikið á. Það hefði verið mjög auðvelt að leggjast bara niður,''
„Fyrir stelpurnar sjálfar að hafa getað endað þetta á sigri og enda þetta á einhverju jákvæðu, það held ég hjálpi þeim bara upp á framtíðinna að gera og maður vonar bara að klúbburinn sjái hvað gerðist hér í dag,''
Arnar var spurður út hvort það mætti bæta hlutum í KR tengt kvennaboltanum.
„Fyrst og fremst þarf fólki að finnast gaman að sjá um kvenna liðið. Ég upplifi þetta of mikið sem að þetta sé einhver vinna að gera eitthvað fyrir kvenna liðið. Ekki af því að karlarnir fái eitthvað, en meira af því fólki langar að hjálpa og langa að gera betur til þess að styðja stelpurnar,''
„Ég verð ekki áfram með liðið og ég veit ekki alveg með þjálfaran minn. Ég held bara að KR þurfi að setjast niður núna og virkilega setja niður eitthvað plan og hugsanir á bakvið hver framíð kvennaliðsins á að vera,'' segir Arnar Páll í lokinn.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.