Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   lau 01. október 2022 17:00
Brynjar Óli Ágústsson
Arnar Páll: „Hafa kennt manni það að liðsheildin í þessu liði er ótrúleg"
Kvenaboltinn
Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR.
Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta voru tvö lið sem voru að keppa upp á stoltið og við sýndum hér í dag að það er ennþá stolt í okkar liði þrátt fyrir allt sem hefur gengið á,'' segir Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR, eftir 3-2 sigur á heimavelli í lokaumferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: KR 3 -  2 Þór/KA

„Undafarnar vikur hafa kennt manni það að liðsheildin í þessu liði er ótrúleg. Það er búið að ganga eins og allir ættu að vita ótrúlega mikið á. Það hefði verið mjög auðvelt að leggjast bara niður,''

„Fyrir stelpurnar sjálfar að hafa getað endað þetta á sigri og enda þetta á einhverju jákvæðu, það held ég hjálpi þeim bara upp á framtíðinna að gera og maður vonar bara að klúbburinn sjái hvað gerðist hér í dag,''

Arnar var spurður út hvort það mætti bæta hlutum í KR tengt kvennaboltanum.

„Fyrst og fremst þarf fólki að finnast gaman að sjá um kvenna liðið. Ég upplifi þetta of mikið sem að þetta sé einhver vinna að gera eitthvað fyrir kvenna liðið. Ekki af því að karlarnir fái eitthvað, en meira af því fólki langar að hjálpa og langa að gera betur til þess að styðja stelpurnar,'' 

„Ég verð ekki áfram með liðið og ég veit ekki alveg með þjálfaran minn. Ég held bara að KR þurfi að setjast niður núna og virkilega setja niður eitthvað plan og hugsanir á bakvið hver framíð kvennaliðsins á að vera,'' segir Arnar Páll í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner