Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   sun 01. október 2023 17:29
Ívan Guðjón Baldursson
Frank ósáttur og Hasselbaink tekur undir: 1000000% vítaspyrna
Mynd: Getty Images
Thomas Frank knattspyrnustjóri Brentford var ósáttur með dómgæsluna í 1-1 jafntefli á útivelli gegn Nottingham Forest í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmenn Brentford vildu fá nokkrar vítaspyrnur í leiknum en Frank er harður á því að hans menn hafi átt skilið að fá eina vítaspyrnu.

„Ég held að einhverjir stjórar myndu segja að þetta hafi átt að vera tvær vítaspyrnur fyrir hendi í fyrri hálfleik, en að mínu mati þá geta þessar ákvarðanir fallið í báðar áttir. Ég hef séð dæma vítaspyrnu á þetta, en ég hef líka séð ekki dæma neitt á þetta," sagði Frank að leikslokum.

„En það er eitt atvik sem var ótrúlega augljós vítaspyrna. Ég er orðinn þreyttur á að tala um VAR."

Jimmy Floyd Hasselbaink, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, tók undir kvörtun Frank að leikslokum.

„Matt Turner misreiknar flug boltans og sparkar í Wissa. Með því truflar hann möguleika Wissa á að taka frekari þátt í sókninni. Hvernig er það ekki vítaspyrna? Ég skil það ekki. Þetta er vítaspyrna. Hundrað, milljón prósent. Engin spurning."

Brentford er með 7 stig eftir 7 umferðir á nýju úrvalsdeildartímabili.

Sjáðu atvikið

   01.10.2023 17:13
Steve Cooper ósáttur með dómgæsluna í Nottingham

Athugasemdir
banner
banner
banner