„Okkur líður öllum vel. Þetta var mikilvægt og setur okkur í góða stöðu. Þetta er allt í okkar höndum." Segir Ragnar Sigurðsson þjálfari Fram eftir mikilvægan sigur á KA. Sigurinn fór langleiðina með það að tryggja sæti Fram í deildinni.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 KA
Fram var betra liðið í dag og voru ákveðnari frá fyrstu mínútu.
„Þetta var karaktersigur. Við vorum ekki með leikinn undir stjórn en við fengum öll hættulegustu færin. Við nýtum þau ekki og því var þetta spennandi fram undir lokin."
„Þetta var sanngjarnt. Við droppum of mikið á köflum og það lítur hættulega út þegar setja bolta inn á teiginn. Liðið varðist vel sem heild."
Þessa dagana eru margir mjög ungir Framara að spila stóra rullu í liðinu samanber Þengil Orrason, Breka Baldursson, Sigfús Árna Guðmundsson og Viktor Bjarka Daðason sem er til dæmis einungis 15 ára.
„Það er extra skemmtilegt. Leiðinlegt að Viktor skoraði ekki í dag. Hann fór illa með varnarmenn og náði ekki að klára færið sem er skiljanlegt því hann er ungur strákur. Hann setur hann næst."
Þengill Orrason sem er ungur varnarmaður heldur áfram að skora mikilvæg mörk fyrir Fram.
„Gaman fyrir hann. Hann er eins og hetja í vörnina og er að skora mikilvæg mörk fram á við. Fyrir fyrsta leik æfði hann ekki mikið með okkur. Honum er svo hent inn í þetta beint og höndlar það svona. Það er ótrulega gaman að sjá."
Raggi var spurður hvort hann yrði áfram með liðið að ári.
„Ég veit ekki, þú verður að spyrja Daða. (Rekstrarstjóra Knattspyrnudeildar Fram. Ég held ég væri til í að halda áfram. Fyrst tryggjum við okkar í deildinna áður en svona umræður fara af stað."
Athugasemdir