Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   sun 01. október 2023 20:40
Kjartan Leifur Sigurðsson
Raggi Sig: Karaktersigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkur líður öllum vel. Þetta var mikilvægt og setur okkur í góða stöðu. Þetta er allt í okkar höndum." Segir Ragnar Sigurðsson þjálfari Fram eftir mikilvægan sigur á KA. Sigurinn fór langleiðina með það að tryggja sæti Fram í deildinni.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KA

Fram var betra liðið í dag og voru ákveðnari frá fyrstu mínútu.

„Þetta var karaktersigur. Við vorum ekki með leikinn undir stjórn en við fengum öll hættulegustu færin. Við nýtum þau ekki og því var þetta spennandi fram undir lokin."

„Þetta var sanngjarnt. Við droppum of mikið á köflum og það lítur hættulega út þegar setja bolta inn á teiginn. Liðið varðist vel sem heild."

Þessa dagana eru margir mjög ungir Framara að spila stóra rullu í liðinu samanber Þengil Orrason, Breka Baldursson, Sigfús Árna Guðmundsson og Viktor Bjarka Daðason sem er til dæmis einungis 15 ára.

„Það er extra skemmtilegt. Leiðinlegt að Viktor skoraði ekki í dag. Hann fór illa með varnarmenn og náði ekki að klára færið sem er skiljanlegt því hann er ungur strákur. Hann setur hann næst."

Þengill Orrason sem er ungur varnarmaður heldur áfram að skora mikilvæg mörk fyrir Fram.

„Gaman fyrir hann. Hann er eins og hetja í vörnina og er að skora mikilvæg mörk fram á við. Fyrir fyrsta leik æfði hann ekki mikið með okkur. Honum er svo hent inn í þetta beint og höndlar það svona. Það er ótrulega gaman að sjá."

Raggi var spurður hvort hann yrði áfram með liðið að ári.

„Ég veit ekki, þú verður að spyrja Daða. (Rekstrarstjóra Knattspyrnudeildar Fram. Ég held ég væri til í að halda áfram. Fyrst tryggjum við okkar í deildinna áður en svona umræður fara af stað."
Athugasemdir
banner
banner