Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 01. október 2023 20:40
Kjartan Leifur Sigurðsson
Raggi Sig: Karaktersigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkur líður öllum vel. Þetta var mikilvægt og setur okkur í góða stöðu. Þetta er allt í okkar höndum." Segir Ragnar Sigurðsson þjálfari Fram eftir mikilvægan sigur á KA. Sigurinn fór langleiðina með það að tryggja sæti Fram í deildinni.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KA

Fram var betra liðið í dag og voru ákveðnari frá fyrstu mínútu.

„Þetta var karaktersigur. Við vorum ekki með leikinn undir stjórn en við fengum öll hættulegustu færin. Við nýtum þau ekki og því var þetta spennandi fram undir lokin."

„Þetta var sanngjarnt. Við droppum of mikið á köflum og það lítur hættulega út þegar setja bolta inn á teiginn. Liðið varðist vel sem heild."

Þessa dagana eru margir mjög ungir Framara að spila stóra rullu í liðinu samanber Þengil Orrason, Breka Baldursson, Sigfús Árna Guðmundsson og Viktor Bjarka Daðason sem er til dæmis einungis 15 ára.

„Það er extra skemmtilegt. Leiðinlegt að Viktor skoraði ekki í dag. Hann fór illa með varnarmenn og náði ekki að klára færið sem er skiljanlegt því hann er ungur strákur. Hann setur hann næst."

Þengill Orrason sem er ungur varnarmaður heldur áfram að skora mikilvæg mörk fyrir Fram.

„Gaman fyrir hann. Hann er eins og hetja í vörnina og er að skora mikilvæg mörk fram á við. Fyrir fyrsta leik æfði hann ekki mikið með okkur. Honum er svo hent inn í þetta beint og höndlar það svona. Það er ótrulega gaman að sjá."

Raggi var spurður hvort hann yrði áfram með liðið að ári.

„Ég veit ekki, þú verður að spyrja Daða. (Rekstrarstjóra Knattspyrnudeildar Fram. Ég held ég væri til í að halda áfram. Fyrst tryggjum við okkar í deildinna áður en svona umræður fara af stað."
Athugasemdir
banner
banner