Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
banner
   sun 01. október 2023 20:40
Kjartan Leifur Sigurðsson
Raggi Sig: Karaktersigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkur líður öllum vel. Þetta var mikilvægt og setur okkur í góða stöðu. Þetta er allt í okkar höndum." Segir Ragnar Sigurðsson þjálfari Fram eftir mikilvægan sigur á KA. Sigurinn fór langleiðina með það að tryggja sæti Fram í deildinni.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KA

Fram var betra liðið í dag og voru ákveðnari frá fyrstu mínútu.

„Þetta var karaktersigur. Við vorum ekki með leikinn undir stjórn en við fengum öll hættulegustu færin. Við nýtum þau ekki og því var þetta spennandi fram undir lokin."

„Þetta var sanngjarnt. Við droppum of mikið á köflum og það lítur hættulega út þegar setja bolta inn á teiginn. Liðið varðist vel sem heild."

Þessa dagana eru margir mjög ungir Framara að spila stóra rullu í liðinu samanber Þengil Orrason, Breka Baldursson, Sigfús Árna Guðmundsson og Viktor Bjarka Daðason sem er til dæmis einungis 15 ára.

„Það er extra skemmtilegt. Leiðinlegt að Viktor skoraði ekki í dag. Hann fór illa með varnarmenn og náði ekki að klára færið sem er skiljanlegt því hann er ungur strákur. Hann setur hann næst."

Þengill Orrason sem er ungur varnarmaður heldur áfram að skora mikilvæg mörk fyrir Fram.

„Gaman fyrir hann. Hann er eins og hetja í vörnina og er að skora mikilvæg mörk fram á við. Fyrir fyrsta leik æfði hann ekki mikið með okkur. Honum er svo hent inn í þetta beint og höndlar það svona. Það er ótrulega gaman að sjá."

Raggi var spurður hvort hann yrði áfram með liðið að ári.

„Ég veit ekki, þú verður að spyrja Daða. (Rekstrarstjóra Knattspyrnudeildar Fram. Ég held ég væri til í að halda áfram. Fyrst tryggjum við okkar í deildinna áður en svona umræður fara af stað."
Athugasemdir
banner
banner
banner