Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 01. nóvember 2024 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Báðu sérfræðinga um að hrósa ekki Sancho
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Chelsea
Chelsea mætir Manchester United á sunnudag. Jadon Sancho snýr aftur á Old Trafford, en verður þó einungis í stúkunni þar sem hann má ekki spila; hann er á láni hjá Chelsea frá Man Utd.

Sancho fann ekki fjölina hjá United og lenti upp á kant við Erik ten Hag, sem var rekinn úr stjórastarfinu hjá Man Utd síðasta mánudag.

Sancho hefur spilað ágætlega með Chelsea en hann lék frábærlega á láni hjá Borussia Dortmund seinni hluta síðasta tímabils. Þar leið honum vel og það sást inn á vellinum.

Sancho hjálpaði Dortmund að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á meðan Man Utd gekk afar illa lengst af.

ESPN segir að United hafi verið vel meðvitað um að það liti mjög illa út að Sancho væri að spila frábærlega annars staðar, á meðan liðið væri að spila ömurlega.

Sérfræðingar hrósuðu honum í hástert en menn í háttsettum störfum hjá United sendu skilaboð á þessa sérfræðinga og báðu þá um að hafa sig hægan í hrósi gagnvart Sancho því það liti illa út fyrir félagið.

Ten Hag reyndi að hleypa Sancho aftur inn í hópinn síðasta sumar en hann var á endanum seldur til Chelsea. Lundúnafélagið þarf svo að kaupa hann næsta sumar.
Athugasemdir
banner