Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 01. nóvember 2024 20:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Karólína aftur á sigurbraut - Ingibjörg og Hafrún í sigurliði
Mynd: Getty Images

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjaði á bekknum þegar Leverkusen heimsótti Köln í þýsku deildinni í kvöld.


Staðan var 2-1 í hálfleik Leverkusen í vil. Karólína spilaði síðasta hálftímann en ekkert mark var skorað í seinni hálfleik. Leverkusen er í 2. sæti, stigi á eftir Bayern en toppliðið lagði Leverkusen í síðustu umferð.

Ingibjörg Sigurðaradóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru í byrjunarliði Bröndby sem vann B93 á útivelli í dönsku deildinni.

Bröndby var með 2-0 foyrstu í hálfleik og bættu þriðja markinu við áður en flautað var til leiksloka, 3-0 lokatölur. Liðið er í 3. sæti með 18 stig eftir 11 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner