Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 01. desember 2019 16:19
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Lautaro Martínez skaut Inter á toppinn
Lautaro Martínez skoraði bæði mörk Inter í sigri á Spal.
Lautaro Martínez skoraði bæði mörk Inter í sigri á Spal.
Mynd: Getty Images
AC Milan hafði betur gegn Parma.
AC Milan hafði betur gegn Parma.
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum er nú ný lokið í ítölsku úrvalsdeildinni, þar skellti Inter sér á toppinn eftir sigur á Spal.

Juventus missteig sig fyrr í dag þegar þeir gerðu jafntefli við Sassuolo og Inter nýtti sér það og komst á toppinn. Það var Argentínumaðurinn Lautaro Martínez sem sá til þess að Inter tók stigin þrjú en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Spal.

Lazio mætti Udinese þar sem þrjú mörk voru skoruðu, mörkin voru öll heimamanna. Ciro Immobile skoraði tvö mörk og það var svo Luis Alberto sem skoraði þriðja markið undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 3-0 í hálfleik og ekkert var skorað í seinni hálfleik.

Lazio er í 3. sæti með 30 stig, sjö stigum á eftir toppliði Inter. Udinese er hins vegar ekki í jafn góðum málum, þeir sitja í 15. sæti með 14 stig, fjórum stigum frá fallsæti.

AC Mílan heimsótti Parma og náði þar í stigin þrjú, eitt mark var skoraði í leiknum og það gerði Theo Hernández undir lok leiksins. Stigin þrjú koma AC Mílan ekki upp úr neðri hluta deildarinar, þeir sitja í 11. sæti með 17 stig. Parma er í 9. sæti með stigi meira.

Inter 2 - 1 Spal
1-0 Lautaro Martinez ('16 )
2-0 Lautaro Martinez ('41 )
2-1 Mattia Valoti ('50 )

Lazio 3 - 0 Udinese
1-0 Ciro Immobile ('9 )
2-0 Ciro Immobile ('36 , víti)
3-0 Luis Alberto ('45 , víti)

Parma 0 - 1 Milan
0-1 Theo Hernandez ('88 )

Athugasemdir
banner
banner