Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   fös 01. desember 2023 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Íslenska liðinu gengur illa að halda í boltann - „Hildarlegasta mark sem maður hefur séð"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Ísland er marki yfir gegn Wales í hálfleik en Hildur Antonsdóttir skoraði markið.


Þetta var fyrsta mark Hildar í íslenska landsliðsbúningnum. Mist Rúnarsdóttir og Mist Edvardsdóttir eru sérfræðingar á Rúv yfir leiknum en þær eru ekki sáttar með leik liðsins.

Liðinu gengur illa að spila boltanum og eru mun minna með boltann en heimakonur.

Markið var ansi skrautlegt.

„Flottur bolti hjá Sædísi, þetta er mjög Hildarlegt mark, mætir af harðfylgi og dröslar þessu inn," sagði Mist.

„Þetta var í fyrsta sinn sem við náðum að tengja meira en þrjár sendingar í uppspili. Karólína kemur með rétta tímasetningu á skiptingunni á Söndru. Þetta er frábær bolti, þetta er darraðadans og eins og Mist segir þetta er Hildarlegasta mark sem maður hefur séð, hún hendir sér á þetta," sagði Adda.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner