Alexander Isak, framherji Newcastle, meiddist í fyrri hálfleik þegar liðið gerði jafntefli gegn Crystal Palace í gær.
Liðið er mjög þunnskipað fram á við og má því ekki við miklum skakkaföllum. Callum Wilson er eini framherjinn í hópnum fyrir utan Isak.
Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru en Eddie Howe segir að félagið muni ekki kaupa nýjan leikmann í janúar.
„Framherjar sem eru tilbúnir í úrvalsdeildina munu kosta ofboðslega fjárhæð.Við verðum að styðja þá leikmenn sem við erum með. Callum (Wilson) hefur æft takmarkað. Mér fannst ég ekki geta sett hann inn á þessum tímapunkti," sagði Eddie Howe eftir leikinn í gær en Harvey Barnes kom inn á fyrir Isak eftir rúmlega 20 mínútna leik.
Athugasemdir