Dejan Lovren, fyrrum leikmaður Liverpool, er genginn í raðir Lyon í annað sinn á ferlinum. Króatinn lék með liðinu á árunum 2010-2013.
Í kjölfarið fór hann til Southampton þar sem hann átti gott tímabil og var svo seldur til Liverpool. Hann var í sex ár í Bítlaborginni og varð meðal annars Englandsmeistari og vann Meistaradeildina með Liverpool.
Í kjölfarið fór hann til Southampton þar sem hann átti gott tímabil og var svo seldur til Liverpool. Hann var í sex ár í Bítlaborginni og varð meðal annars Englandsmeistari og vann Meistaradeildina með Liverpool.
Lovren er 33 ára miðvörður sem lék alla leikina - fyrir utan leikinn um 3. sætið - með króatíska liðinu á HM í Katar. Króatía endaði á því að vinna Marokkó og hreppti bronsverðlaun.
Frá því Lovren fór frá Liverpool árið 2020 hefur hann leikið með Zenit í Rússlandi. Hann skrifar undir tveggja ára samning við Lyon. Í færslu á Twitter, sem Lovren birtir sjálfur, skrifar hann að hann eigi óklárað verk eftir í Lyon.
Lyon er í 8. sæti frönsku Ligue 1 eftir sautján umferðir.
Unfinished business. I am back! #olympiquelyonnais pic.twitter.com/SsuzxNjp41
— Dejan Lovren (@Dejan06Lovren) January 2, 2023
Athugasemdir