Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. janúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nottingham Forest rannsakar níðsöngva stuðningsmanna sinna
Leikmenn Nottingham Forest með stuðningsmönnum
Leikmenn Nottingham Forest með stuðningsmönnum
Mynd: Getty Images

Nottingham Forest hefur hafið rannsókn á hómófóbískum söngvum sem lítill hluti af stuðningsmönnum liðsins sungu til stuðningsmanna Chelsea á leik liðanna sem fram fór í gær.


Chelsea Pride, LGBTQ+ stuðningshópur Chelsea FC gaf frá sér yfirlýsingu í hálfleik þar sem söngvarnir höfðu heyrst í útsendingu Sky Sports.

„Við líðum ekki þessa söngva sem heyrast á City Ground. Tími til að segja frá þessu, leikurinn er í beinni á Sky Sports. Þetta er nú talið vera hatursglæpur," segir í yfirlýsingu Chelsea Pride sem var birt i hálfleik.

LGBTQ+ Trickies stuðningshópur Nottingham Forest sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfarið.

„Vinsamlegast samþykkið afsökunarbeiðni frá öllum ekta stuðningsmönnum Nottingham Forest. Við skömmumst okkar."

LGBTQ+ Trickies skoraði á Nottingham Forest að gera eitthvað í málinu sem þeir svo staðfestu eftir leikinn.

„Félagið hefur fengið ábendingar um söngva sem var beint að stuðningsmönnum Chelsea af minnihluta hópi af okkar stuðningsmönnum í kvöld og við sættum okkur ekki við mismunun eða móðgandi hegðun. Þetta mun vera rannsakað," segir í yfirlýsingu frá Nottingham Forest sem var birt skömmu eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner