fim 02. mars 2023 00:05
Brynjar Ingi Erluson
Hákon lagði upp í bikarsigri
Hákon Arnar lagði upp annað mark FCK
Hákon Arnar lagði upp annað mark FCK
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður FCK í Danmörku, lagði upp annað mark liðsins í 2-0 sigri á Vejle í 8-liða úrslitum danska bikarsíns í kvöld.

Skagamaðurinn var´i byrjunarliði FCK og spilaði allan leikinn en hann lagði upp annað mark liðsins seint í uppbótartíma fyrir Viktor Claesson.

Ísak Bergmann Jóhannesson sat allan tímann á bekknum hjá FCK en liðin mætast í síðari leiknum þann 6. apríl.

Markalaust í Sardiníu

Albert Guðmundsson var´i byrjunarliði Genoa sem gerði markalaust jafntefli við Cagliari í B-deildinni á Ítalíu.

KR-ingurinn fór af velli þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en Genoa er í 2. sæti deildarinnar með 47 stig.

Mikael Egill Ellertsson kom inná sem varamaður á 77. mínútu er Venezia tapaði fyrir Bari, 1-0. Venezia er í 16. sæti með 29 stig.

Þá skoraði landsliðskonan, Diljá Ýr Zomers, sjötta mark Häcken í 6-1 sigri á Jitex er liðin mættust í æfingaleik fyrr í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner