Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. mars 2023 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KV kærir úrskurðinn frá KSÍ
Telja að lögum og reglum hafi ekki verið fylgt
Lengjudeildin
Fyrir leik hjá KV.
Fyrir leik hjá KV.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.
Fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægismenn voru færðir upp úr 2. deild í Lengjudeildina.
Ægismenn voru færðir upp úr 2. deild í Lengjudeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Eftir leik hjá KV síðasta sumar.
Eftir leik hjá KV síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV, sem endaði í 11. sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð, hefur kært niðurstöðu KSÍ er snýr að því að vísa Kórdrengjum úr keppni og færa Ægi upp um deild. Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, staðfestir það í samtali við Fótbolta.net.

Kórdrengjum var vísað úr keppni þann 18. febrúar síðastliðinn. Sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, síðan við Fótbolta.net að þátttökutilkynning Kórdrengja hefði ekki verið fullnægjandi.

„Þátttökutilkynningin þeirra var ekki fullnægjandi. Þeir voru ekki með leikvöll," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolta.net.

„Við vorum búin að bíða eftir þessu og þeir þurftu að svara okkur. Við fengum ekki svör og það var ekkert annað í stöðunni. Það styttist í mót og Mjólkurbikarinn er að fara af stað. Þeir uppfylltu ekki þátttökuskilyrðin sem allir þurfa að skila inn. Þetta er aldrei skemmtilegt."

Sjá einnig:
Aftur frestað hjá Kórdrengjum - Ekki í sæng með FH

Viljum að þetta sé unnið almennilega
Ægir, liðið sem endaði í þriðja sæti í 2. deild, fékk sætið í næst efstu deild en KSÍ sagði frá því í fréttatilkynningu sinni um að Kórdrengjum hefði verið vísað úr keppni. En núna hefur KV kært þá niðurstöðu.

„Við kærðum fyrir helgi. Þetta er á borði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ eftir því sem ég best veit. Við bíðum svara frá KSÍ," segir Auðunn Örn í samtali við Fótbolta.net.

„Í fréttatilkynningu sem KSÍ sendi frá sér og hún er á þann veg að mótanefnd hafi hist á föstudegi og í framhaldi af því hafi stjórn KSÍ hist á laugardegi. Þeir hafi úrskurðað þetta, að þátttökutilkynning Kórdrengja væri ólögleg. Í kjölfarið af því væri búið að afhenda Ægi sætið í Lengjudeildinni. Við teljum að þarna sé ekki verið að fylgja eftir lögum og reglum um knattspyrnumót."

Ef KV vinnur málið þá gefur það augaleið að þeir eiga þá rétt á sæti í Lengjudeildinni í sumar. Auðunn segir að það sé ekki endilega aðalmálið í þessu, heldur það að KSÍ fari eftir sínum lögum og reglum.

„Við erum ekki endilega á höttunum eftir sætinu sem slíku eins og staðan er í dag. Við viljum bara að þetta sé unnið almennilega, að KSÍ fylgi sínum reglum. En svo sjáum við til. Ef það kemur í ljós að það sé ekki verið að fara eftir lögum og reglum þá eigum við allavega möguleikann á sætinu. Svo er þetta líka skaðabótamál, þannig. Við erum að missa af tekjum, við erum að missa af auglýsingaslotti og erum farnir í deild sem er mun dýrari en Lengjudeildin (út af ferðalögum)," segir Auðunn.

Hvað segir í reglugerðinni?
KV-menn telja á sér brotið en hvað segir í reglugerðinni frá KSÍ um slík mál?

Í reglugerðinni segir að almenna reglan sé sú að liðið í þriðja sæti næstu deildar fyrir neðan flytjist upp um deild ef lið dregur sig úr eða er vísað úr keppni. Það er þá Ægir sem hafnaði í þriðja sæti 2. deildar í fyrra.

„Ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hefur ekki verið veitt eða dregið til baka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal þó farið eftir næstu grein," segir svo í reglugerðinni og vísað í grein 23.1.12 þar sem stendur:

„Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði." - KV, Knattspyrnufélag Vesturbæjar, hafnaði í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar.

Vísað var í 13.4 grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót þegar Kórdrengjum var vísað úr keppni. Þar segir:

„Þátttökutilkynningar í landsmótum skulu berast skrifstofu KSÍ á sérstökum eyðublöðum fyrir 10. janúar. Félög sem rétt eiga til þátttöku í landsdeildum meistaraflokks skulu þó staðfesta þátttöku sína þar með formlegum hætti fyrir 1. nóvember árið áður. Þátttökutilkynningar verða ekki teknar til greina nema nauðsynlegar upplýsingar fylgi skv. reglugerðum KSÍ og fyrirmælum mótanefndar, sem og helmingur þátttökugjalda, helmingur heildargjalds vegna ferða- og uppihaldskostnaðar dómara- og aðstoðardómara vegna leikja í deildakeppni (ef við á) og ógreiddar skuldir fyrra árs. Eftirstöðvar þessara gjalda skal inna af hendi eigi síðar en 30. apríl sama ár ella hefur þátttökutilkynningin ekki verið staðfest."

Ekki kemur fram í þessari 13.4 grein reglugerðarinnar hvort liðið í næstneðsta sæti deildarinnar eða liðið í þriðja sæti deildarinnar fyrir neðan eigi að taka sæti liðsins ef þátttökutilkynning er ekki tekin gild.

Mars var að hefjast, en þessu máli er ekki lokið og verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner