Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 02. apríl 2021 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Óvæntur sigur Birmingham
Scott Hogan skoraði sigurmarkið og hér fagnar hann því
Scott Hogan skoraði sigurmarkið og hér fagnar hann því
Mynd: Getty Images
Birmingham vann dramatískan 1-0 sigur á Swansea í ensku B-deildinni í kvöld en Scott Hogan reyndist hetja heimamann er hann skoraði úr víti undir lokin.

Birmingham fékk tækifæri til að komast yfir gegn Swansea á 32. mínútu en Freddie Woodman varði frá Lucas Jutkiewicz.

Jutkiewicz var skipt af velli á 82. mínútu og á sömu mínútu kom Scott Hogan inná en hann stimplaði sig inn í uppbótartíma. Yan Dhanda braut þá á Ivan Sunjic. Hogan fór á punktinn og skoraði örugglega og tryggði Birmingham sigurinn.

Birmingham er í 20. sæti deildarinnar með 41 stig en Swansea í 3. sæti með 69 stig. Þungt tap fyrir Swansea sem er níu stigum á eftir Watford sem er í öðru.

Barnsley og Reading gerðu þá 1-1 jafntefli. Ovie Ejaria, besti maður Reading, skoraði á 34. mínútu áður en Alex Mowatt jafnaði metin úr víti þegar hálftími var eftir. Reading er í 6. sæti með 63 stig en Barnsley sætinu fyrir ofan með 65 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Birmingham 1 - 0 Swansea
0-0 Lucas Jutkiewicz ('32 , Misnotað víti)
1-0 Scott Hogan ('90 , víti)

Barnsley 1 - 1 Reading
0-1 Ovie Ejaria ('34 )
1-1 Alex Mowatt ('61 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner