Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 02. apríl 2021 11:06
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea leiðir kapphlaupið um Aguero
Powerade
Hvar endar Aguero?
Hvar endar Aguero?
Mynd: Getty Images
Haaland er heitasti biti knattspyrnuheimsins í dag.
Haaland er heitasti biti knattspyrnuheimsins í dag.
Mynd: Getty Images
Er Kane fastur hjá Spurs?
Er Kane fastur hjá Spurs?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki BBC í boði Powerade fer aldrei í pásu, ekki einu sinni á föstudaginn langa. Það er nóg um að vera í slúðrinu í dag þar sem menn á borð við Sergio Agüero, Memphis Depay, Erling Braut Haaland, Harry Kane og Lionel Messi eru í sviðsljósinu.


Chelsea leiðir kapphlaupið um argentínska framherjann Sergio Agüero, 32, sem verður samningslaus í sumar. (Daily Mail)

Arsenal, Benfica og Independiente hafa bæst í hóp þeirra fjölmörgu félaga sem hafa verið orðuð við Agüero en markavélin er talin vilja vera áfram í enska boltanum. (Record)

Liverpool gæti keppt við Barcelona um hinn 27 ára Memphis Depay sem verður samningslaus í sumar. Memphis hefur gert frábæra hluti hjá Lyon eftir að hann yfirgaf Man Utd. (Marca)

Alf-Inge Haaland og Mino Raiola fara með mál Erling Braut Haaland. Þeir hafa fundað með Barcelona og Real Madrid og munu funda með Man City, Chelsea, Man Utd og Liverpool í dag. Öll félögin vilja fá Haaland í sínar raðir í sumar. (Mundo Deportivo)

Chelsea er talið líklegast af ensku félögunum til að krækja í Haaland. Liverpool er sagður ólíklegasti áfangastaðurinn. (Football Insider)

Dortmund vill fá minnst 150 milljónir evra fyrir Haaland, sem myndi gera hann að þriðja dýrasta knattspyrnumanni sögunnar eftir Neymar og Kylian Mbappe. (Guardian)

Harry Kane, 27, verður áfram hjá Tottenham í sumar. Kane kostar 175 milljónir punda og vill Tottenham ekki selja hann til annars úrvalsdeildarfélags. Ólíklegt er að erlend félög geti leyft sér að eyða svo miklum pening á erfiðum tímum. (Sun)

Lionel Messi, 33, er búinn að gera kröfulista fyrir Joan Laporta, forseta Barcelona. Laporta þarf að uppfylla kröfurnar til að halda Messi hjá Barca eftir að samningur hans rennur út í sumar. (Eurosport)

Lucas Torreira, 25, vill skipta yfir til Boca Juniors til að vera nærri fjölskyldu sinni. Móðir hans lést af völdum Covid á dögunum. Torreira leikur fyrir Atletico Madrid að láni frá Arsenal. (ESPN)

Sam Allardyce, stjóri West Brom, segir gríðarlega mikilvægt fyrir félagið að framlengja samning Conor Gallagher, 21. (Metro)

Mikel Arteta segir að framtíð Alexandre Lacazette, 29, verði rædd í sumar. Lacazette á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hefur verið orðaður við Roma, Atletico Madrid og Sevilla. (Guardian)

Sheffield United er að skoða Alexander Blessin, þjálfara Ara Freys Skúlasonar hjá Oostende í Belgíu, sem mögulegan arftaka Chris Wilder. (Sun)

Olympiakos vill fá Reiss Nelson, 21, að láni frá Arsenal. (Football London)

Ainsley Maitland-Niles, 23, býst við að yfirgefa Arsenal í sumar eftir að hafa spilað fyrir West Brom að láni hálft tímabilið. (Telegraph)

Joao Santos, umboðsmaður Jorginho, segir að skjólstæðingur sinn verði áfram hjá Chelsea á næstu leiktíð þrátt fyrir að vera orðaður við endurkomu til Napoli. (Tutto Mercato)

Crystal Palace ætlar að eyða 50 milljónum punda til að endurbyggja liðið sitt í sumar. Ólíklegt er að Roy Hodgson verði áfram við stjórnvölinn. (Telegraph)

Arsenal ætlar að reyna við Christopher Nkunku, 23 ára miðjumann RB Leipzig, í sumar. (Sky Germany)

Belgíski varnarmaðurinn Björn Engels gæti verið á leið aftur til Belgíu í sumar. Hann hefur ekki fengið neinn spiltíma með Aston Villa á tímabilinu. (VoetbalKrant)

Duvan Zapata, þrítugur sóknarmaður Atalanta og kólumbíska landsliðsins, hefur verið orðaður við Chelsea og Liverpool að undanförnu. Hann segist hafa verið mikill stuðningsmaður Arsenal í æsku. (Gazzetta dello Sport)

Thierry Small, 16 ára bakvörður Everton, ætlar að hafna atvinnumannasamningi frá Everton á sautjánda afmælisdeginum. Manchester United, Arsenal, Brighton og Brentford hafa áhuga á honum en Small er sagður vilja spiltíma með meistaraflokki. (Express)
Athugasemdir
banner
banner