Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 02. apríl 2021 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel og Iheanacho bestir í mars
Iheanacho hefur skorað 32 mörk í 117 leikjum hjá Leicester.
Iheanacho hefur skorað 32 mörk í 117 leikjum hjá Leicester.
Mynd: Getty Images
Kelechi Iheanacho hefur verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í mars. Thomas Tuchel hlýtur nafnbótina knattspyrnustjóri mánaðarins.

Iheanacho hefur verið funheitur og skoraði hann fimm mörk í þremur úrvalsdeildarleikjum með Leicester í mars. Þar að auki setti hann tvennu og lagði eitt upp í 3-1 sigri gegn Manchester United í FA bikarnum en það er ekki talið með.

Iheanacho er 24 ára gamall og hefur mistekist að sanna gæði sín í ensku úrvalsdeildinni undanfarin ár þrátt fyrir að hafa átt góða spretti.

Chelsea hefur farið vel af stað með Tuchel við stjórnvölinn. Liðið fékk ekkert mark á sig í þremur leikjum í mars og lagði bæði Everton og Liverpool að velli, auk þess að gera jafntefli við Leeds United. Þá sló Chelsea andstæðinga sína úr leik í Meistaradeildinni og FA bikarnum en það telst ekki með.

Tuchel tók við Chelsea í lok janúar eftir að hafa verið hjá Dortmund og PSG meðal annars.

Erik Lamela á mark mánaðarins.


Athugasemdir
banner
banner