Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. apríl 2021 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wesley Moraes snýr aftur í dag eftir 15 mánuði
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Wesley Moraes er kominn aftur eftir meiðsli og mun spila sinn fyrsta leik í rúmt ár í dag þegar Aston Villa mætir Wolves í varaliðadeildinni.

Wesley kostaði Villa 22 milljónir punda sumarið 2019 og gerði hann 6 mörk í 22 leikjum áður en hann meiddist illa á krossbandi eftir tæklingu frá Ben Mee í leik gegn Burnley á nýársdag í fyrra.

Wesley hefur því verið frá keppni frá 1. janúar 2020 en ljóst er að hann getur styrkt sterkan leikmannahóp Aston Villa enn meira nái hann fullum bata af meiðslunum.

Wesley er 24 ára gamall og á einn A-landsleik að baki fyrir Brasilíu.

Hann gerði garðinn frægan með Club Brugge áður en hann var keyptur til Englands. Hann skoraði þó ekki sérlega mikið í Belgíu, eða 38 mörk í 130 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner