Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 02. apríl 2023 12:04
Aksentije Milisic
Byrjunarlið West Ham og Southampton: Fabianski snýr aftur - Adams meiddur
Che Adams frá vegna meiðsla.
Che Adams frá vegna meiðsla.
Mynd: EPA

Fyrri leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fer fram í London en þar mætast tvö lið sem eru í bullandi fallbaráttu. West Ham fær þá Southampton í heimsókn en liðin eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar.


Hamrarnir gerðu jafntefli í sínum síðasta deildarleik fyrir landsleikjahlé en það var 1-1 heimaleikur gegn Aston Villa. Þá komst liðið áfram í Sambandsdeildinni með öruggum sigri á AEK Larnaca.

Southampton sótti frábært stig gegn Tottenham í síðata deildarleik sínum en staðan var 1-3 fyrir Tottenham þegar lítið var eftir en Southampton náði að jafna og sækja stig.

Hjá West Ham eru stóru fréttirnar þær að Pólverjinn Lukasz Fabiansk er mættur aftur í markið. Hann er búinn að vera meiddur síðan 25. febrúar. Emerson kemur einnig inn í liðið en Michail Antonio er á bekknum.

Ruben Selles, stjóri Southampton, gerir tvær breytingar á liði gestanna en Duje Caleta-Car kemur inn ásamt Sekou Mara. Che Adams dettur út vegna meiðsla og Armel Bella-Kotchap á við meiðsli í öxl að stríða.

West Ham: Fabianski, Emerson, Kehrer, Aguerd, Zouma, Soucek, Rice, Paqueta, Benrahma, Bowen, Ings.
(Varamenn: Areola, Cresswell, Coufal, Fornals, Antonio, Lanzini, Downes, Cornet, Ogbonna.)

Southampton: Bazunu, Perraud, Walker-Peters, Caleta-Car, Bednarek, Ward-Prowse, Lavia, Stuart Armstrong, Mara, Elyounoussi, Walcott.
(Varamenn: McCarthy, Maitland-Niles, Lyanco, Aribo, Orsic, Onuachu, Sulemana, Alcaraz, Diallo.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner
banner