Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
   sun 02. apríl 2023 20:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ég get ekki skilið að við fáum ekki víti og fleiri en eitt"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með frammistöðu liðsins þrátt fyrir tap gegn Val í úrslitum Lengjubikarsins í dag.


„Þetta var góð frammistaða. Við byrjuðum leikinn mjög vel og hefðum viljað skora þar. Förum með 0-0 í hálfleik en mér fannst við vera heldur sterkari aðilinn," sagði Hallgrímur Jónasson.

„Byrjum seinni hálfleikinn líka vel en náum ekki að skora, fáum svo víti og komumst 1-0 yfir. Valur er gott lið og í lokin erum við kannski aðeins of varnarlega sinnaðir og þeir jafna á 90. mínútu, það er alltaf svekkjandi."

„Ég get ekki skilið að við fáum ekki víti og fleiri en eitt. Dómarinn mat það ekki þannig, ég spjallaði aðeins við hann eftir leik og fékk útskýringu. Við skjótum í stöng og okkar maður er einn á auðum sjó og er að fara sparka honum inn en er tæklaður aftan frá. Ég held að enginn á vellinum hafi skilið af hverju það var ekki víti," sagði Hallgrímur.

Hallgrímur var gríðarlega ánægður að fá leik gegn jafn sterku liði og Valur er rétt fyrir mót og það á heimavelli.

„Við vorum rosa ánægð að fá Val norður, hörku leikur og hörku lið. Svekkjandi að missa tvo í meiðsli en frammistaðan góð, fullt af folki mætti og gott veður, við erum spenntir að byrja mótið," sagði Hallgrímur.

Jakob Snær Árnason og Kristijan Jajalo meiddust í leiknum en Hallgrímur býst við því að þeir verði frá næstu vikurnar.


Athugasemdir
banner