Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   sun 02. apríl 2023 10:40
Aksentije Milisic
Leicester vill fá Maguire - Gæti farið á lán
Maguire í leik með Leicester á sínum tíma.
Maguire í leik með Leicester á sínum tíma.
Mynd: Getty Images

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, hefur fengið lítinn spiltíma á þessari leiktíð hjá Rauðu Djöflunum.


Þessi þrítugi varnarmaður var orðaður burt frá félaginu í janúar glugganum en Erik ten Hag, stjóri liðsins, tók það ekki í mál að hann færi þá. Nú eru enskir fjölmiðlar að greina frá því að hans gamla lið, Leicester City, vilji fá hann aftur til liðsins.

Brendan Rodgers er sagður vilja fá Maguire inn sem leiðtoga en vörnin hjá Leicester á þessari leiktíð hefur ekki verið góð. Leicester vill fá hann á láni en United er sagt vilja selja leikmaninn svo ekki er víst hvort að félögin nái samkomulagi.

Maguire gekk í raðir Man Utd árið 2019 fyrir 80 milljónir punda og var hann gerður að fyrirliða af Ole Gunnar Solskjær, þáverandi stjóra Man Utd. Síðan Erik ten Hag tók við liðinu hefur Maguire verið varaskeifa fyrir þá Raphael Varane og Lisandro Martinez.

Núverandi samningur Maguire hjá Man Utd rennur út árið 2025 en hann skrifaði undir sex ára samning þegar hann gekk til liðs við liðið. Þá getur United framlengt samning hans um eitt ár til viðbótar en ólíklegt þykir að það komi að því.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner