Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   þri 02. apríl 2024 20:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Geri þetta fyrir myndavélarnar og egóið mitt
Mynd: EPA

Pep Guardiola svaraði fréttamönnum á fundi í dag fyrir leik Manchester City gegn Aston Villa á morgun.


Það vakti athygli að hann gagnrýndi Jack Grealish harðlega út á velli eftir leik liðsins gegn Arsenal um helgina en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir slíkt.

Hann var spurður út í atvikið á fréttamannafundi og hann virtist svara því á mjög einlægan hátt en eflaust var þetta kaldhæðni hjá honum.

„Ég geri þetta fyrir myndavélarnar, fyrir egóið mitt. Ég er þekkta manneskjan í liðinu, ef þetta er í mynd get ég sofið vel því þetta veitir mér ótrúlega ánægju," sagði Guardiola og hélt andliti.

Hann notaði sömu aðferð við Erling Haaland fyrr á tímabilinu en hann var ekki sáttur með framherjan þrátt fyrir að hann skoraði þrennu í leiknum.

„Ég reyni alltaf að gagnrýna leikmennina þarna og læt þá vita hversu lélegir þeir eru. Þegar Haaland skoraði þrjú mörk verður að hrósa mér, ekki þeim, þess vegna nota ég myndavélarnar. Ég mæli með því að þetta verði ekki myndað næst, þá verður þetta ekki vandamál."


Athugasemdir
banner
banner