Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Brighton hefur tryggt sér táning frá Sunderland
Mynd: EPA
Brighton hefur náð samkomulagi við Sunderland um kaup á vængmanninum Tom Watson í sumar.

Þessi átján ára strákur hefur skorað tvö mörk í sautján leikjum fyrir Sunderland síðan hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik í apríl 2023.

Watson hefur samþykkt fjögurra ára samning við Brighton og verður formlega leikmaður liðsins í sumar. Kaupverðið er um 10 milljónir punda.

Þangað til hjálpar hann Sunderland sem er í baráttu um að komast í umspil Championship-deildarinnar.

Watson hefur spilað fyrir U17 og U18 landslið Englands.


Athugasemdir
banner
banner