Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 02. maí 2021 22:25
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Ég er svekktur út í sjálfan mig
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er auðvitað bara svekktur yfir fyrstu 15 mínútunum sem mér fannst fara með leikinn, ég er svekktur út í sjálfan mig líka fyrir að hafa ekki lagt byrjunina betur upp heldur en raun bar vitni og þar fer þetta bara," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik í viðtali eftir 2-0 tap gegn KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

Var skjálfti í Blikaliðinu að mati Óskars?

„Já, það leit út fyrir að menn voru smá stressaðir og aftur það er þjálfarans að sjá til þess að menn komi rétt stilltir og rétt spenntir út í leikinn og þar klikkaði ég."

Hvað fór úrskeiðis hjá Blikum í dag?

„Í fyrri hálfleik náðum við engum takti í sóknarleiknum, of mikið af fail sendinum og mikið af vondum ákvörðunum þegar við vorum með boltann, mér fannst seinni hálfleikur vera bara ljómandi góður hjá okkur, við sóttum og sóttum og sóttum, sköpuðum okkur góðar stöður en náum ekki inn markinu sem hefði sett meiri spennu í þetta og látið KR-ingum líða illa en markið bara kom ekki."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner