„Ég er auðvitað bara svekktur yfir fyrstu 15 mínútunum sem mér fannst fara með leikinn, ég er svekktur út í sjálfan mig líka fyrir að hafa ekki lagt byrjunina betur upp heldur en raun bar vitni og þar fer þetta bara," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik í viðtali eftir 2-0 tap gegn KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 2 KR
Var skjálfti í Blikaliðinu að mati Óskars?
„Já, það leit út fyrir að menn voru smá stressaðir og aftur það er þjálfarans að sjá til þess að menn komi rétt stilltir og rétt spenntir út í leikinn og þar klikkaði ég."
Hvað fór úrskeiðis hjá Blikum í dag?
„Í fyrri hálfleik náðum við engum takti í sóknarleiknum, of mikið af fail sendinum og mikið af vondum ákvörðunum þegar við vorum með boltann, mér fannst seinni hálfleikur vera bara ljómandi góður hjá okkur, við sóttum og sóttum og sóttum, sköpuðum okkur góðar stöður en náum ekki inn markinu sem hefði sett meiri spennu í þetta og látið KR-ingum líða illa en markið bara kom ekki."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir