„Hún er bara mjög góð. Þetta var alvöru iðnaðarsigur hjá okkur og mjög sáttur við frammistöðu liðsins," sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði Víkinga aðspurður um tilfinninguna eftir 1-0 sigur Víkinga á Keflavík fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 0 Keflavík
„Þetta var mjög þroskuð frammistaða hjá okkur. Við höfum átt það til að vera kærulausir og sækja of mikið þegar við höfum náð forystu en við vorum bara þéttir til baka í 1-0 og gáfum ekkert alltof mörg færi á okkur.“
Undanfarin tímabil hefur fyrsti sigurinn verið torsóttur fyrir Víkinga. Það er væntanlega léttir að vera komnir á blað strax eftir fyrstu umferð?
„Það er rosalega mikilvægt og sérstaklega í maímánuði. Það eru margir leiki í maí og við ætlum að safna eins mörgum stigum og hægt er. Þetta byrjar vel hjá okkur og vonandi höldum við þessu áfram.“
Eitt af spurningamerkjum Víkingsliðsins fyrir tímabilið var hvort Sölvi myndi hreinlega spila með í sumar. Hvernig er standið á honum?
„Þetta er allt að koma. Þetta voru fyrstu 90 mínúturnar mínar síðan í október. Þetta er bara spurningin um að tímasetja þetta rétt.
Sagði Sölvi en viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir