Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   sun 02. maí 2021 21:54
Sverrir Örn Einarsson
Sölvi: Spurningin um að tímasetja þetta rétt
Sölvi gerði sigurmark Víkinga í kvöld
Sölvi gerði sigurmark Víkinga í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er bara mjög góð. Þetta var alvöru iðnaðarsigur hjá okkur og mjög sáttur við frammistöðu liðsins," sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði Víkinga aðspurður um tilfinninguna eftir 1-0 sigur Víkinga á Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

„Þetta var mjög þroskuð frammistaða hjá okkur. Við höfum átt það til að vera kærulausir og sækja of mikið þegar við höfum náð forystu en við vorum bara þéttir til baka í 1-0 og gáfum ekkert alltof mörg færi á okkur.“

Undanfarin tímabil hefur fyrsti sigurinn verið torsóttur fyrir Víkinga. Það er væntanlega léttir að vera komnir á blað strax eftir fyrstu umferð?

„Það er rosalega mikilvægt og sérstaklega í maímánuði. Það eru margir leiki í maí og við ætlum að safna eins mörgum stigum og hægt er. Þetta byrjar vel hjá okkur og vonandi höldum við þessu áfram.“

Eitt af spurningamerkjum Víkingsliðsins fyrir tímabilið var hvort Sölvi myndi hreinlega spila með í sumar. Hvernig er standið á honum?

„Þetta er allt að koma. Þetta voru fyrstu 90 mínúturnar mínar síðan í október. Þetta er bara spurningin um að tímasetja þetta rétt.

Sagði Sölvi en viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner