Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   sun 02. maí 2021 21:54
Sverrir Örn Einarsson
Sölvi: Spurningin um að tímasetja þetta rétt
Sölvi gerði sigurmark Víkinga í kvöld
Sölvi gerði sigurmark Víkinga í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er bara mjög góð. Þetta var alvöru iðnaðarsigur hjá okkur og mjög sáttur við frammistöðu liðsins," sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði Víkinga aðspurður um tilfinninguna eftir 1-0 sigur Víkinga á Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

„Þetta var mjög þroskuð frammistaða hjá okkur. Við höfum átt það til að vera kærulausir og sækja of mikið þegar við höfum náð forystu en við vorum bara þéttir til baka í 1-0 og gáfum ekkert alltof mörg færi á okkur.“

Undanfarin tímabil hefur fyrsti sigurinn verið torsóttur fyrir Víkinga. Það er væntanlega léttir að vera komnir á blað strax eftir fyrstu umferð?

„Það er rosalega mikilvægt og sérstaklega í maímánuði. Það eru margir leiki í maí og við ætlum að safna eins mörgum stigum og hægt er. Þetta byrjar vel hjá okkur og vonandi höldum við þessu áfram.“

Eitt af spurningamerkjum Víkingsliðsins fyrir tímabilið var hvort Sölvi myndi hreinlega spila með í sumar. Hvernig er standið á honum?

„Þetta er allt að koma. Þetta voru fyrstu 90 mínúturnar mínar síðan í október. Þetta er bara spurningin um að tímasetja þetta rétt.

Sagði Sölvi en viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner