Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregs-treyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
banner
   sun 02. júní 2019 17:19
Ívan Guðjón Baldursson
Jónsi: Ásta ekki þekkt fyrir að dýfa sér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jón Stefán Jónsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Tindastól, var kátur með sigur gegn Augnablik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

Tindastóll var 0-1 yfir í leikhlé en Augnablik átti góðan seinni hálfleik og náði að jafna. Stólarnir náðu þó að pota inn sigurmarki og höfðu betur að lokum, 1-2.

„Ég var mjög stressaður, þetta var jafn leikur sem datt okkar megin í dag," sagði Jónsi.

Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Augnabliks, var ekki sáttur með dómaraákvörðun sem kom á lokakafla leiksins í stöðunni 1-1. Línuvörðurinn flaggaði brot og vildi Vilhjálmur fá vítaspyrnu en dómarinn ósammála.

Jónsi er sammála kollega sínum og viðurkenndi fúslega að þetta hafi líklegast átt að vera vítaspyrna. Það var engin önnur en Ásta Árnadóttir, fædd 1983, sem féll innan vítateigs. Hún lék fyrir Þór/KA, Val og Tyresö á ferlinum auk þess að eiga 36 A-landsleiki að baki.

„Ég sá þetta ekki vel en ég hefði ekki sagt orð ef hann hefði dæmt víti, miðað við mitt sjónarhorn. Ég var mjög feginn að hann dæmdi það ekki, við megum alveg vera heppin líka.

„Það segja allir að þetta hafi verið vítaspyrna og svo er Ásta ekki beinlínis þekkt fyrir að dýfa sér."

Athugasemdir
banner
banner
banner