Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 02. júní 2019 17:19
Ívan Guðjón Baldursson
Jónsi: Ásta ekki þekkt fyrir að dýfa sér
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jón Stefán Jónsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Tindastól, var kátur með sigur gegn Augnablik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

Tindastóll var 0-1 yfir í leikhlé en Augnablik átti góðan seinni hálfleik og náði að jafna. Stólarnir náðu þó að pota inn sigurmarki og höfðu betur að lokum, 1-2.

„Ég var mjög stressaður, þetta var jafn leikur sem datt okkar megin í dag," sagði Jónsi.

Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Augnabliks, var ekki sáttur með dómaraákvörðun sem kom á lokakafla leiksins í stöðunni 1-1. Línuvörðurinn flaggaði brot og vildi Vilhjálmur fá vítaspyrnu en dómarinn ósammála.

Jónsi er sammála kollega sínum og viðurkenndi fúslega að þetta hafi líklegast átt að vera vítaspyrna. Það var engin önnur en Ásta Árnadóttir, fædd 1983, sem féll innan vítateigs. Hún lék fyrir Þór/KA, Val og Tyresö á ferlinum auk þess að eiga 36 A-landsleiki að baki.

„Ég sá þetta ekki vel en ég hefði ekki sagt orð ef hann hefði dæmt víti, miðað við mitt sjónarhorn. Ég var mjög feginn að hann dæmdi það ekki, við megum alveg vera heppin líka.

„Það segja allir að þetta hafi verið vítaspyrna og svo er Ásta ekki beinlínis þekkt fyrir að dýfa sér."

Athugasemdir
banner
banner