Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   sun 02. júní 2019 17:19
Ívan Guðjón Baldursson
Jónsi: Ásta ekki þekkt fyrir að dýfa sér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jón Stefán Jónsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Tindastól, var kátur með sigur gegn Augnablik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

Tindastóll var 0-1 yfir í leikhlé en Augnablik átti góðan seinni hálfleik og náði að jafna. Stólarnir náðu þó að pota inn sigurmarki og höfðu betur að lokum, 1-2.

„Ég var mjög stressaður, þetta var jafn leikur sem datt okkar megin í dag," sagði Jónsi.

Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Augnabliks, var ekki sáttur með dómaraákvörðun sem kom á lokakafla leiksins í stöðunni 1-1. Línuvörðurinn flaggaði brot og vildi Vilhjálmur fá vítaspyrnu en dómarinn ósammála.

Jónsi er sammála kollega sínum og viðurkenndi fúslega að þetta hafi líklegast átt að vera vítaspyrna. Það var engin önnur en Ásta Árnadóttir, fædd 1983, sem féll innan vítateigs. Hún lék fyrir Þór/KA, Val og Tyresö á ferlinum auk þess að eiga 36 A-landsleiki að baki.

„Ég sá þetta ekki vel en ég hefði ekki sagt orð ef hann hefði dæmt víti, miðað við mitt sjónarhorn. Ég var mjög feginn að hann dæmdi það ekki, við megum alveg vera heppin líka.

„Það segja allir að þetta hafi verið vítaspyrna og svo er Ásta ekki beinlínis þekkt fyrir að dýfa sér."

Athugasemdir
banner