Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   sun 02. júní 2024 20:46
Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll: Óþarfi að gefa Víkingum sem eru með eitt öflugasta lið landsins
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér finnst þetta fullstórt tap miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við vera drullufínir í svona 70 mínútur, sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir 5 - 2 tap gegn Víkingi úti í Bestu-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

„Við vorum mjög góðir síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik, byrjum leikinn vel í seinni og jöfnum. Erum vel inni í leiknum og fengum dauðafæri í 2-2 eða 3-2. Við vorum mjög öflugir og fjórða markið gerði útslagið hjá þeim. Öll mörkin sem þeir skora, fyrir utan síðasta markið, eru mörk sem við eigum að koma í veg fyrir og mér fannst við ekki líta nógu vel út í þessum mörkum. Það eru oft einstaklingsmörk sem gera það að verkum að við fáum mörk á okkur. Mér fannst þetta ekki líta nægilega vel út, við erum búnir að fá fullt af mörkum á okkur í sumar og þetta voru skrítnustu mörkin. Heilt yfir er ég samt ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir að hafa tapað 5-2. Við getum byggt mikið ofan á það sem var jákvætt í þessum leik."

Er einbeitingaskortur vandamálið?

„Mér finnst þriðja markið, þeir senda hann innfyrir, Breki er eitthvað á eftir honum og svo kemur Helgi aðsvífandi á fjærstöngina og við erum vel mannaðir þarna fyrir framan. Mér fannst þetta lélegt og við eigum að koma í veg fyrir þetta á mjög auðveldan hátt. Sama með fjórða markið sem þeir skora, samskiptaleysi milli Óla, Breka og Geira og boltinn skoppar einhvern veginn inn. Við eigum að koma í veg fyrir þetta. Þetta er bara lélegt. Fyrsta markið var hendi."

Það var meira en hendi, þú vildir fá aukaspyrnu í hina áttina líka?

„Það var kannski bara röfl í mér. Mér fannst þetta allavega vera hendi, en auðvitað eru þeir alltaf að blokka fyrir leikmenn og við gerum það líka og það gera það flest lið. Dómararnir gera ekki mikið í því og það er bara eins og það er. Það jafnast allt út á endanum, hendi var það allavega."

Pirraði það þig mikið?

„Auðvitað pirraði það mig, það er óþarfi að gefa Víkingum sem eru með eitt öflugasta lið landsins og hrikalega vel mannað lið. Þeir sýndu líka í þriðja og fjórða markinu sem þeir skora, það eru bara gæði í þessu. Við lendum eftriá og þeir hafa það mikil gæði í liðinu sínu og bara klára það.En mér fannst við fínir í 75 mínútur og gera það bara fínt. Við eigum samt að koma í veg fyrir þessi mörk."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner