Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   sun 02. júní 2024 20:46
Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll: Óþarfi að gefa Víkingum sem eru með eitt öflugasta lið landsins
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér finnst þetta fullstórt tap miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við vera drullufínir í svona 70 mínútur, sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir 5 - 2 tap gegn Víkingi úti í Bestu-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

„Við vorum mjög góðir síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik, byrjum leikinn vel í seinni og jöfnum. Erum vel inni í leiknum og fengum dauðafæri í 2-2 eða 3-2. Við vorum mjög öflugir og fjórða markið gerði útslagið hjá þeim. Öll mörkin sem þeir skora, fyrir utan síðasta markið, eru mörk sem við eigum að koma í veg fyrir og mér fannst við ekki líta nógu vel út í þessum mörkum. Það eru oft einstaklingsmörk sem gera það að verkum að við fáum mörk á okkur. Mér fannst þetta ekki líta nægilega vel út, við erum búnir að fá fullt af mörkum á okkur í sumar og þetta voru skrítnustu mörkin. Heilt yfir er ég samt ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir að hafa tapað 5-2. Við getum byggt mikið ofan á það sem var jákvætt í þessum leik."

Er einbeitingaskortur vandamálið?

„Mér finnst þriðja markið, þeir senda hann innfyrir, Breki er eitthvað á eftir honum og svo kemur Helgi aðsvífandi á fjærstöngina og við erum vel mannaðir þarna fyrir framan. Mér fannst þetta lélegt og við eigum að koma í veg fyrir þetta á mjög auðveldan hátt. Sama með fjórða markið sem þeir skora, samskiptaleysi milli Óla, Breka og Geira og boltinn skoppar einhvern veginn inn. Við eigum að koma í veg fyrir þetta. Þetta er bara lélegt. Fyrsta markið var hendi."

Það var meira en hendi, þú vildir fá aukaspyrnu í hina áttina líka?

„Það var kannski bara röfl í mér. Mér fannst þetta allavega vera hendi, en auðvitað eru þeir alltaf að blokka fyrir leikmenn og við gerum það líka og það gera það flest lið. Dómararnir gera ekki mikið í því og það er bara eins og það er. Það jafnast allt út á endanum, hendi var það allavega."

Pirraði það þig mikið?

„Auðvitað pirraði það mig, það er óþarfi að gefa Víkingum sem eru með eitt öflugasta lið landsins og hrikalega vel mannað lið. Þeir sýndu líka í þriðja og fjórða markinu sem þeir skora, það eru bara gæði í þessu. Við lendum eftriá og þeir hafa það mikil gæði í liðinu sínu og bara klára það.En mér fannst við fínir í 75 mínútur og gera það bara fínt. Við eigum samt að koma í veg fyrir þessi mörk."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner