Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 02. júní 2024 20:46
Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll: Óþarfi að gefa Víkingum sem eru með eitt öflugasta lið landsins
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér finnst þetta fullstórt tap miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við vera drullufínir í svona 70 mínútur, sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir 5 - 2 tap gegn Víkingi úti í Bestu-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

„Við vorum mjög góðir síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik, byrjum leikinn vel í seinni og jöfnum. Erum vel inni í leiknum og fengum dauðafæri í 2-2 eða 3-2. Við vorum mjög öflugir og fjórða markið gerði útslagið hjá þeim. Öll mörkin sem þeir skora, fyrir utan síðasta markið, eru mörk sem við eigum að koma í veg fyrir og mér fannst við ekki líta nógu vel út í þessum mörkum. Það eru oft einstaklingsmörk sem gera það að verkum að við fáum mörk á okkur. Mér fannst þetta ekki líta nægilega vel út, við erum búnir að fá fullt af mörkum á okkur í sumar og þetta voru skrítnustu mörkin. Heilt yfir er ég samt ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir að hafa tapað 5-2. Við getum byggt mikið ofan á það sem var jákvætt í þessum leik."

Er einbeitingaskortur vandamálið?

„Mér finnst þriðja markið, þeir senda hann innfyrir, Breki er eitthvað á eftir honum og svo kemur Helgi aðsvífandi á fjærstöngina og við erum vel mannaðir þarna fyrir framan. Mér fannst þetta lélegt og við eigum að koma í veg fyrir þetta á mjög auðveldan hátt. Sama með fjórða markið sem þeir skora, samskiptaleysi milli Óla, Breka og Geira og boltinn skoppar einhvern veginn inn. Við eigum að koma í veg fyrir þetta. Þetta er bara lélegt. Fyrsta markið var hendi."

Það var meira en hendi, þú vildir fá aukaspyrnu í hina áttina líka?

„Það var kannski bara röfl í mér. Mér fannst þetta allavega vera hendi, en auðvitað eru þeir alltaf að blokka fyrir leikmenn og við gerum það líka og það gera það flest lið. Dómararnir gera ekki mikið í því og það er bara eins og það er. Það jafnast allt út á endanum, hendi var það allavega."

Pirraði það þig mikið?

„Auðvitað pirraði það mig, það er óþarfi að gefa Víkingum sem eru með eitt öflugasta lið landsins og hrikalega vel mannað lið. Þeir sýndu líka í þriðja og fjórða markinu sem þeir skora, það eru bara gæði í þessu. Við lendum eftriá og þeir hafa það mikil gæði í liðinu sínu og bara klára það.En mér fannst við fínir í 75 mínútur og gera það bara fínt. Við eigum samt að koma í veg fyrir þessi mörk."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner