Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   sun 02. júní 2024 20:46
Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll: Óþarfi að gefa Víkingum sem eru með eitt öflugasta lið landsins
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér finnst þetta fullstórt tap miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við vera drullufínir í svona 70 mínútur, sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir 5 - 2 tap gegn Víkingi úti í Bestu-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

„Við vorum mjög góðir síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik, byrjum leikinn vel í seinni og jöfnum. Erum vel inni í leiknum og fengum dauðafæri í 2-2 eða 3-2. Við vorum mjög öflugir og fjórða markið gerði útslagið hjá þeim. Öll mörkin sem þeir skora, fyrir utan síðasta markið, eru mörk sem við eigum að koma í veg fyrir og mér fannst við ekki líta nógu vel út í þessum mörkum. Það eru oft einstaklingsmörk sem gera það að verkum að við fáum mörk á okkur. Mér fannst þetta ekki líta nægilega vel út, við erum búnir að fá fullt af mörkum á okkur í sumar og þetta voru skrítnustu mörkin. Heilt yfir er ég samt ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir að hafa tapað 5-2. Við getum byggt mikið ofan á það sem var jákvætt í þessum leik."

Er einbeitingaskortur vandamálið?

„Mér finnst þriðja markið, þeir senda hann innfyrir, Breki er eitthvað á eftir honum og svo kemur Helgi aðsvífandi á fjærstöngina og við erum vel mannaðir þarna fyrir framan. Mér fannst þetta lélegt og við eigum að koma í veg fyrir þetta á mjög auðveldan hátt. Sama með fjórða markið sem þeir skora, samskiptaleysi milli Óla, Breka og Geira og boltinn skoppar einhvern veginn inn. Við eigum að koma í veg fyrir þetta. Þetta er bara lélegt. Fyrsta markið var hendi."

Það var meira en hendi, þú vildir fá aukaspyrnu í hina áttina líka?

„Það var kannski bara röfl í mér. Mér fannst þetta allavega vera hendi, en auðvitað eru þeir alltaf að blokka fyrir leikmenn og við gerum það líka og það gera það flest lið. Dómararnir gera ekki mikið í því og það er bara eins og það er. Það jafnast allt út á endanum, hendi var það allavega."

Pirraði það þig mikið?

„Auðvitað pirraði það mig, það er óþarfi að gefa Víkingum sem eru með eitt öflugasta lið landsins og hrikalega vel mannað lið. Þeir sýndu líka í þriðja og fjórða markinu sem þeir skora, það eru bara gæði í þessu. Við lendum eftriá og þeir hafa það mikil gæði í liðinu sínu og bara klára það.En mér fannst við fínir í 75 mínútur og gera það bara fínt. Við eigum samt að koma í veg fyrir þessi mörk."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner