Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   sun 02. júní 2024 20:15
Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís: Auðvitað hundleiðinlegt að skora svona mark
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara svona fínn leikur, Fylkir er mikið orkulið og það fór mikil orka í leikinn okkar við Blikana og mér fannst við geta gert aðeins betur í dag," sagið Aron Elís Þrándarson miðjumaður Víkings eftir 5 - 2 sigur á Fylki í Fossvoginum í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

„Það var mikil orka í þeim, það verður að hrósa þeim. Við skoruðum samt fimm mörk og erfitt að kvarta en mér fannst við sloppy," sagði Aron.

Eini tapleikur Víkinga í sumar var gegn HK í Kórnum en þeir lentu undir eftir 50 sekúndur í dag. Óttaðist Aron að það væri annar HK leikur í vændum?

„Nei, ég segi það nú ekki en það var merki þess að vera smá sloppy að byrja illa og lenda undir. En svo fannst mér við taka þetta yfir og komast í 2-1. Þá förum við aftur niður og þeir enda fyrri hálfleikinn mjög sterkt. Svo klárum við þetta í seinni þegar það kemur 5-2."

Aron Elís skoraði sjálfur jöfnunarmarkið í leiknum og beðinn um að lýsa því eins og hann upplifði það sagðist hann hafa rætt það við Þórð Þorstein Þórðarson dómara.

„Sko, ég held þetta hafi farið í hendina á mér. Hvort það hafi farið af líkamanum mínum í hendina. Ég talaði við Þórð dómara um það, hann segir að ef hann hafi farið í hendina þá sé það ólöglegt," sagði Aron.

Nokkur umræða hefur verið í fótboltasamfélaginu um að dómar falli mikið með Víkingum, besta liði landsins sem þarf ekki á því að halda.

„Jájá, en það er samt lítið talað um að Blikamarkið hafi verið rangstaða, og svo átti HK að fá rautt spjald í fyrri hálfleik þegar við mættum þeim. Við vælum ekki yfir því. Auðvitað er hundleiðinlegt að skora svona mark ef það lítur þannig út. Það er erfitt að meta það inni á vellinum og kannski sést það betur í sjónvarpinu. Þórður sagðist ekki hafa séð neitt því þetta er klafs, hann spurði mig og ég sagði mína hlið á þessu, svo verða menn að dæma hvernig það lítur út í sjónvarpinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner