Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
banner
   sun 02. júní 2024 20:15
Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís: Auðvitað hundleiðinlegt að skora svona mark
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara svona fínn leikur, Fylkir er mikið orkulið og það fór mikil orka í leikinn okkar við Blikana og mér fannst við geta gert aðeins betur í dag," sagið Aron Elís Þrándarson miðjumaður Víkings eftir 5 - 2 sigur á Fylki í Fossvoginum í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

„Það var mikil orka í þeim, það verður að hrósa þeim. Við skoruðum samt fimm mörk og erfitt að kvarta en mér fannst við sloppy," sagði Aron.

Eini tapleikur Víkinga í sumar var gegn HK í Kórnum en þeir lentu undir eftir 50 sekúndur í dag. Óttaðist Aron að það væri annar HK leikur í vændum?

„Nei, ég segi það nú ekki en það var merki þess að vera smá sloppy að byrja illa og lenda undir. En svo fannst mér við taka þetta yfir og komast í 2-1. Þá förum við aftur niður og þeir enda fyrri hálfleikinn mjög sterkt. Svo klárum við þetta í seinni þegar það kemur 5-2."

Aron Elís skoraði sjálfur jöfnunarmarkið í leiknum og beðinn um að lýsa því eins og hann upplifði það sagðist hann hafa rætt það við Þórð Þorstein Þórðarson dómara.

„Sko, ég held þetta hafi farið í hendina á mér. Hvort það hafi farið af líkamanum mínum í hendina. Ég talaði við Þórð dómara um það, hann segir að ef hann hafi farið í hendina þá sé það ólöglegt," sagði Aron.

Nokkur umræða hefur verið í fótboltasamfélaginu um að dómar falli mikið með Víkingum, besta liði landsins sem þarf ekki á því að halda.

„Jájá, en það er samt lítið talað um að Blikamarkið hafi verið rangstaða, og svo átti HK að fá rautt spjald í fyrri hálfleik þegar við mættum þeim. Við vælum ekki yfir því. Auðvitað er hundleiðinlegt að skora svona mark ef það lítur þannig út. Það er erfitt að meta það inni á vellinum og kannski sést það betur í sjónvarpinu. Þórður sagðist ekki hafa séð neitt því þetta er klafs, hann spurði mig og ég sagði mína hlið á þessu, svo verða menn að dæma hvernig það lítur út í sjónvarpinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner