Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 02. júlí 2020 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp ánægður með viðhorfið: Man City ótrúlegt lið
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
„Það voru mörg lykilaugnablik og City nýtti sér þau. Það er bara þannig," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 4-0 tap gegn Manchester City í kvöld.

Liverpool tryggði sér Englandsmeistaratitilinn fyrir viku síðan. Þetta var fyrsti leikurinn síðan það gerðist og fékk liðið skell.

„Þeir nýttu sér okkar mistök. Við nýttum okkur ekki þeirra mistök. Leikurinn var opinn en þetta féll meira fyrir City heldur en fyrir okkur. Ég var ánægður með viðhorfið í liðinu og það börðust allir. Það er ekki eins og öllum hafi bara verið sama."

„Ef það er eitthvað lið í heiminum sem getur farið svona illa með okkur, þá er það City. Við áttum góð augnablik, en það er erfitt að tala um þau því við töpuðum 4-0. Við erum tilbúnir að berjast aftur," sagði Klopp.

„Manchester City er ótrúlegt lið."

Eftir leikinn í kvöld munar 20 stigum á Liverpool í fyrsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, og Manchester City í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner