Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Vrsaljko farinn frá Atletico til Olympiakos (Staðfest)
Vrsaljko skrifar undir þriggja ára samning við Olympiakos.
Vrsaljko skrifar undir þriggja ára samning við Olympiakos.
Mynd: Getty Images

Félagaskipti króatíska bakvarðarins Sime Vrsaljko frá Atletico Madrid til Olympiakos hafa verið staðfest.


Vrsaljko fer til Grikklands á frjálsri sölu eftir fimm ár hjá Atletico og eitt ár á láni hjá Inter.

Þessi hægri bakvörður er 30 ára gamall og spilaði 29 leiki fyrir Atletico á síðasta tímabili. Hann á 100 leiki að baki fyrir félagið og 52 fyrir Króatíu.

Vrsaljko er mikill sigurvegari og hefur unnið spænsku deildina og Evrópudeildina með Atletico auk þess að hafa endað í öðru sæti á HM 2018 með landsliðinu.

Hann verður mikill liðsstyrkur fyrir Olympiakos sem er meðal annars með Mathieu Valbuena, Kostas Manolas, Sokratis og Aboubakar Kamara í sínum röðum.

Ögmundur Kristinsson á eitt ár eftir af samningi sínum við Olympiakso.


Athugasemdir
banner
banner