Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 02. ágúst 2022 21:32
Brynjar Ingi Erluson
Bernd Leno til Fulham (Staðfest)
Bernd Leno er nýr markvörður Fulham
Bernd Leno er nýr markvörður Fulham
Mynd: Heimasíða Fulham
Fulham hefur fest kaup á þýska markverðinum Bernd Leno, en hann kemur til félagsins frá Arsenal fyrir 8 milljónir punda.

Fulham hefur verið í viðræðum við Arsenal síðustu vikur og náði samkomulag í síðustu viku.

Félagið samþykkti að greiða Arsenal 8 milljónir punda og skrifaði svo Leno í dag undir þriggja ára samning við nýliða Fulham. Félagið á möguleika á að framlengja þann samning um annað ár.

Leno var orðinn varamarkvörður Arsenal fyrir Aaron Ramsdale og var þessi þrítugi markvörður í leit að meiri spiltíma.

„Það er frábær tilfinning að vera loksins mættur hingað. Ég get ekki beðið eftir að hitta liðið, æfa og spila með strákunum," sagði Leno.

„Ég er feginn að það er búið að ganga frá öllu. Ég er bara ánægður að vera hér. Þetta tók smá tíma en þetta náðist á endanum og það er það mikilvægasta í þessu," sagði hann ennfremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner