þri 02. ágúst 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég er búin að vera grátandi í allan morgun"
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea.
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea.
Mynd: Getty Images
England varð Evrópumeistari í fyrsta sinn um liðna helgi.
England varð Evrópumeistari í fyrsta sinn um liðna helgi.
Mynd: EPA
Það hafa verið mikil fagnaðarlæti á Englandi síðustu daga.
Það hafa verið mikil fagnaðarlæti á Englandi síðustu daga.
Mynd: EPA
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, grét mikið í gær - daginn eftir að enska kvennalandsliðið lyfti Evrópumeistaratitlinum í fyrsta sinn í sögunni.

England fór alla leið á heimavelli og tókst að vinna stórmót í fyrsta sinn í kvennaboltanum.

Það hefur ríkt mikil gleði á Englandi síðustu daga. Hefur þetta verið tilfinningaríkur tími fyrir suma, þar á meðal Hayes sem hefur unnið með mörgum af leikmönnum enska liðsins.

„Ég er búin að vera grátandi í allan morgun," sagði Hayes við PA fréttaveituna.

„Það hafa margir hér í landi lagt svo mikið á sér í mörg ár til að ná þessu markmiði, og sú staðreynd að liðið náði þessum áfanga á heimavelli fyrir framan troðfullan Wembley, það er algjör draumur. Þær hafa veitt allri þjóðinni innblástur. Við erum öll ástfangin af þessu liði."

„Þær eru sigurvegarar og eiga allan þennan árangur svo mikið skilið."

Í enska liðinu eru miklar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Enski kvennaboltinn hefur verið vaxa síðustu ár og kemur þessi árangur til með að vera mikil lyftistöng fyrir framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner