Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 02. ágúst 2022 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Gabriel Slonina til Chelsea (Staðfest) - Klárar tímabilið í Bandaríkjunum
Gabriel Slonina gerði samning til 2028
Gabriel Slonina gerði samning til 2028
Mynd: Heimasíða Chelsea
Bandaríski markvörðurinn Gabriel Slonina skrifaði í kvöld undir sex ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea en hann kemur frá bandaríska félaginu Chicago Fire.

Slonina, sem er 18 ára gamall, steig sín fyrstu skref með aðalliði Chicago Fire í MLS-deildinni á síðasta ári og lék þá ellefu leiki, en hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins á þessu tímabili.

Chelsea hefur nú fest kaup á þessum efnilega markverði en hann kostar félagið 12 milljónir punda. Hann stóðst læknisskoðun á dögunum og skrifaði svo í kvöld undir sex ára samning.

Slonina verður áfram á láni hjá Chicago Fire og mun klára tímabilið með liðinu áður en hann flytur til Englands í janúar.

Markvörðurinn er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum en er af pólskum uppruna. Hann var kallaður í pólska landsliðið í júní fyrir leikina í Þjóðadeildina en hafnaði boðinu og tók þá ákvörðun um að spila fyrir Bandaríkin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner