Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. ágúst 2022 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Pablo Marí á leið til Monza
Pablo Marí fer til Monza
Pablo Marí fer til Monza
Mynd: Getty Images
Spænski varnarmaðurinn Pablo Marí er nálægt því að ganga til liðs við Monza á Ítalíu en þetta kemur fram í fréttum Sky Sports í kvöld.

Marí, sem er 28 ára gamall, er á mála hjá Arsenal á Englandi, en hann kom fyrst til félagsins á láni frá Flamengo í janúarglugganum fyrir tveimur árum.

Hann spilaði reglulega með liðinu næstu mánuði eða þangað til deildin var stöðvuð tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins, en eftir að deildin fór aftur af stað meiddist hann illa á ökkla.

Þrátt fyrir það nýtti Arsenal kaupréttinn á honum. Marí fékk lítið að spila í byrjun síðasta tímabils og fékk að fara á láni til Udinese út leiktíðina.

Marí mun halda áfram að spila á Ítalíu en hann er nálægt því að ganga í raðir Monza, sem tryggði sér upp í Seríu A, fyrir tímabilið.

Gengið verður frá helstu smáatriðum á næstu tveimur sólarhringum áður en hann skrifar undir samning við félagið en kaupverð er ekki gefið upp.

Monza er í eigu Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, en hann átti AC Milan frá 1986 til 2017 áður en hann seldi kínverskum fjárfestum félagið fyrir 628 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner