Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   mið 02. ágúst 2023 22:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Jonathan Glenn: Við erum að færast í rétta átt
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur
Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Keflavík tóku á móti Stjörnunni suður með sjó þar sem þær mættu á HS Orku völlinn í Keflavík þegar 14.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Keflavík hafði fyrir þennan leik tapað síðustu fjórum leikjum sínum í röð en voru óheppnar að halda ekki út leikinn í kvöld eftir að hafa komist yfir.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Stjarnan

„Mér fannst þetta vera góður leikur, góð frammistaða hjá okkur og mér fannst við eiga skilið stigin þrjú í dag en Stjarnan er virkilega gott lið og mér fannst stelpurnar gera frábærlega og sýndu mikinn karakter og vilja svo þetta var góð frammistaða." Sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.

Keflavík kom inn í þennan leik með tap úr síðustu fjórum leikjum sínum í röð en það var ekki að sjá á liðinu að það vantaði sjálfstraust í það þrátt fyrir það.

„Mér fannst við nýta pásuna mjög vel og mér fannst við vera virkilega óheppnar gegn Selfoss og við erum að færast í rétta átt og ég held að frammistaðan í dag sé skref í rétta átt." 

Keflavík fengu jöfnunarmarkið á sig beint úr horni. 

„Ég hef ekki séð þetta aftur en það leit út fyrir að vindurinn hafi tekið þetta en auðvitað að fá mark á sig úr föstu leikatriði er eitthvað sem við þurfum að laga og sérstaklega þegar við erum að berjast fyrir hverju stigi svo þetta var óheppilegt en við verðum að halda áfram og taka það jákvæða úr þessum leik í dag." 

Nánar er rætt við Jonathan Glenn þjálfara Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir