
Keflavík tóku á móti Stjörnunni suður með sjó þar sem þær mættu á HS Orku völlinn í Keflavík þegar 14.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.
Keflavík hafði fyrir þennan leik tapað síðustu fjórum leikjum sínum í röð en voru óheppnar að halda ekki út leikinn í kvöld eftir að hafa komist yfir.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 1 Stjarnan
„Mér fannst þetta vera góður leikur, góð frammistaða hjá okkur og mér fannst við eiga skilið stigin þrjú í dag en Stjarnan er virkilega gott lið og mér fannst stelpurnar gera frábærlega og sýndu mikinn karakter og vilja svo þetta var góð frammistaða." Sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.
Keflavík kom inn í þennan leik með tap úr síðustu fjórum leikjum sínum í röð en það var ekki að sjá á liðinu að það vantaði sjálfstraust í það þrátt fyrir það.
„Mér fannst við nýta pásuna mjög vel og mér fannst við vera virkilega óheppnar gegn Selfoss og við erum að færast í rétta átt og ég held að frammistaðan í dag sé skref í rétta átt."
Keflavík fengu jöfnunarmarkið á sig beint úr horni.
„Ég hef ekki séð þetta aftur en það leit út fyrir að vindurinn hafi tekið þetta en auðvitað að fá mark á sig úr föstu leikatriði er eitthvað sem við þurfum að laga og sérstaklega þegar við erum að berjast fyrir hverju stigi svo þetta var óheppilegt en við verðum að halda áfram og taka það jákvæða úr þessum leik í dag."
Nánar er rætt við Jonathan Glenn þjálfara Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |