Amad Diallo hefur verið að leika vel með Manchester United á undirbúningstímabilinu en hann kveðst tilbúinn að taka næsta skref á komandi tímabili.
Amad, eins og hann er oftast kallaður, var hluti af leikmannahópi United á síðustu leiktíð en var ekki í stóru hlutverki.
Amad, eins og hann er oftast kallaður, var hluti af leikmannahópi United á síðustu leiktíð en var ekki í stóru hlutverki.
Hann er búinn að vera lengi hjá Man Utd en kveðst núna tilbúinn að stíga upp.
Amad, sem er 22 ára, er með samning út komandi keppnistímabil og þarf að sanna sig til að fá nýjan samning.
„Ég vil stíga upp á þessu tímabili. Ég er mótíveraður og spenntur. Ég get ekki beðið eftir því að tímabilið fari af stað," segir Amad, sem skoraði í æfingaleik gegn Real Betis á dögunum.
Athugasemdir