Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 01. október 2023 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ákvörðunin kom Rúnari á óvart - „Sjá KR-liðið í höndum einhvers annars"
Rúnar var heiðraður fyrir leikinn í dag.
Rúnar var heiðraður fyrir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar fékk gult spjald fyrir hálfleik.
Rúnar fékk gult spjald fyrir hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ofboðslega gaman," sagði Rúnar Kristinsson eftir síðasta leik sinn sem þjálfari KR á Meistaravöllum í bili.

Leikurinn var á móti Breiðabliki og hann var ótrúlegur. KR var 2-3 undir þegar uppbótartíminn hófst en endaði á því að vinna leikinn 4-3. Dramatíkin var ótrúleg og stemningin eftir því á vellinum.

Lestu um leikinn: KR 4 -  3 Breiðablik

„Þetta var erfitt í byrjun og við vorum værukærir. Það vantaði vilja. En við náðum að minnka muninn og við áttum svo að fá vítaspyrnu og það var 100 prósent rautt spjald á Blika. Ég varð reiður og strákarnir urðu reiðir. Við vorum beittir misrétti. Við fáum svo mark í andlitið, 3-1. Ég var mjög pirraður í hálfleik en ekki út í mína leikmenn. Ég nýtti reiði mína á þá... þeir svöruðu kallinu heldur betur og voru frábærir."

KR tilkynnti á föstudag að Rúnar myndi ekki fá nýjan samning hjá félaginu. Rúnar hefur stýrt liðinu síðan haustið 2017 og varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2019. Hann hafði áður stýrt liðinu á árunum 2010-2014 og varð liðið þá Íslandsmeistari í tvígang og bikarmeistari í þrígang. Hann er goðsögn bæði sem leikmaður og þjálfari hjá félaginu.

„Þetta kom mér aðeins á óvart eftir að hafa átt ágætis samtal við menn áður. Ég hélt að mér yrði boðinn áframhaldandi samningur. Stjórnarmenn taka svona ákvarðanir, þeir sjá KR-liðið í höndum einhvers annars," segir Rúnar.

„Það er þeirra sem stjórna að taka ákvarðanir. Ég þakka bara fyrir minn tíma hérna. Mér líður alltaf vel hér. Auðvitað hefði ég viljað vera áfram og ég hefði viljað byggja þetta lið áfram. En svo kemur oft að endalokum. Vonandi mun KR ganga vel áfram."

Rúnar segir að það hafi ekki komið til tals að hann myndi fara í annað starf hjá félaginu. Hvað tekur við hjá Rúnari núna?

„Ég á enn mánuð eftir. Svo tek ég til á skrifstofunni minn og geng frá dótinu mínu. Við sjáum til hvað setur. Það er ágætt að fá að anda með nefinu í nokkra daga og horfa um öxl, að sjá hvort ég geti gert eitthvað betur. Maður þarf að læra, alltaf að reyna að bæta sig."

Rúnar segist ganga stoltur frá borði eftir tíma sinn hjá KR. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner