Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
Sverrir Ingi: Við vitum að við getum mikið betur
   sun 01. október 2023 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ákvörðunin kom Rúnari á óvart - „Sjá KR-liðið í höndum einhvers annars"
watermark Rúnar var heiðraður fyrir leikinn í dag.
Rúnar var heiðraður fyrir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Rúnar fékk gult spjald fyrir hálfleik.
Rúnar fékk gult spjald fyrir hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ofboðslega gaman," sagði Rúnar Kristinsson eftir síðasta leik sinn sem þjálfari KR á Meistaravöllum í bili.

Leikurinn var á móti Breiðabliki og hann var ótrúlegur. KR var 2-3 undir þegar uppbótartíminn hófst en endaði á því að vinna leikinn 4-3. Dramatíkin var ótrúleg og stemningin eftir því á vellinum.

Lestu um leikinn: KR 4 -  3 Breiðablik

„Þetta var erfitt í byrjun og við vorum værukærir. Það vantaði vilja. En við náðum að minnka muninn og við áttum svo að fá vítaspyrnu og það var 100 prósent rautt spjald á Blika. Ég varð reiður og strákarnir urðu reiðir. Við vorum beittir misrétti. Við fáum svo mark í andlitið, 3-1. Ég var mjög pirraður í hálfleik en ekki út í mína leikmenn. Ég nýtti reiði mína á þá... þeir svöruðu kallinu heldur betur og voru frábærir."

KR tilkynnti á föstudag að Rúnar myndi ekki fá nýjan samning hjá félaginu. Rúnar hefur stýrt liðinu síðan haustið 2017 og varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2019. Hann hafði áður stýrt liðinu á árunum 2010-2014 og varð liðið þá Íslandsmeistari í tvígang og bikarmeistari í þrígang. Hann er goðsögn bæði sem leikmaður og þjálfari hjá félaginu.

„Þetta kom mér aðeins á óvart eftir að hafa átt ágætis samtal við menn áður. Ég hélt að mér yrði boðinn áframhaldandi samningur. Stjórnarmenn taka svona ákvarðanir, þeir sjá KR-liðið í höndum einhvers annars," segir Rúnar.

„Það er þeirra sem stjórna að taka ákvarðanir. Ég þakka bara fyrir minn tíma hérna. Mér líður alltaf vel hér. Auðvitað hefði ég viljað vera áfram og ég hefði viljað byggja þetta lið áfram. En svo kemur oft að endalokum. Vonandi mun KR ganga vel áfram."

Rúnar segir að það hafi ekki komið til tals að hann myndi fara í annað starf hjá félaginu. Hvað tekur við hjá Rúnari núna?

„Ég á enn mánuð eftir. Svo tek ég til á skrifstofunni minn og geng frá dótinu mínu. Við sjáum til hvað setur. Það er ágætt að fá að anda með nefinu í nokkra daga og horfa um öxl, að sjá hvort ég geti gert eitthvað betur. Maður þarf að læra, alltaf að reyna að bæta sig."

Rúnar segist ganga stoltur frá borði eftir tíma sinn hjá KR. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner