Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   sun 01. október 2023 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ákvörðunin kom Rúnari á óvart - „Sjá KR-liðið í höndum einhvers annars"
Rúnar var heiðraður fyrir leikinn í dag.
Rúnar var heiðraður fyrir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar fékk gult spjald fyrir hálfleik.
Rúnar fékk gult spjald fyrir hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ofboðslega gaman," sagði Rúnar Kristinsson eftir síðasta leik sinn sem þjálfari KR á Meistaravöllum í bili.

Leikurinn var á móti Breiðabliki og hann var ótrúlegur. KR var 2-3 undir þegar uppbótartíminn hófst en endaði á því að vinna leikinn 4-3. Dramatíkin var ótrúleg og stemningin eftir því á vellinum.

Lestu um leikinn: KR 4 -  3 Breiðablik

„Þetta var erfitt í byrjun og við vorum værukærir. Það vantaði vilja. En við náðum að minnka muninn og við áttum svo að fá vítaspyrnu og það var 100 prósent rautt spjald á Blika. Ég varð reiður og strákarnir urðu reiðir. Við vorum beittir misrétti. Við fáum svo mark í andlitið, 3-1. Ég var mjög pirraður í hálfleik en ekki út í mína leikmenn. Ég nýtti reiði mína á þá... þeir svöruðu kallinu heldur betur og voru frábærir."

KR tilkynnti á föstudag að Rúnar myndi ekki fá nýjan samning hjá félaginu. Rúnar hefur stýrt liðinu síðan haustið 2017 og varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2019. Hann hafði áður stýrt liðinu á árunum 2010-2014 og varð liðið þá Íslandsmeistari í tvígang og bikarmeistari í þrígang. Hann er goðsögn bæði sem leikmaður og þjálfari hjá félaginu.

„Þetta kom mér aðeins á óvart eftir að hafa átt ágætis samtal við menn áður. Ég hélt að mér yrði boðinn áframhaldandi samningur. Stjórnarmenn taka svona ákvarðanir, þeir sjá KR-liðið í höndum einhvers annars," segir Rúnar.

„Það er þeirra sem stjórna að taka ákvarðanir. Ég þakka bara fyrir minn tíma hérna. Mér líður alltaf vel hér. Auðvitað hefði ég viljað vera áfram og ég hefði viljað byggja þetta lið áfram. En svo kemur oft að endalokum. Vonandi mun KR ganga vel áfram."

Rúnar segir að það hafi ekki komið til tals að hann myndi fara í annað starf hjá félaginu. Hvað tekur við hjá Rúnari núna?

„Ég á enn mánuð eftir. Svo tek ég til á skrifstofunni minn og geng frá dótinu mínu. Við sjáum til hvað setur. Það er ágætt að fá að anda með nefinu í nokkra daga og horfa um öxl, að sjá hvort ég geti gert eitthvað betur. Maður þarf að læra, alltaf að reyna að bæta sig."

Rúnar segist ganga stoltur frá borði eftir tíma sinn hjá KR. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner